Nýr Citroën C4 Cactus - kemur vorið 2018

KOSTIR

NÝR CITROËN C4 CACTUS

Citroën hefur svipt hulunni af nýjum C4 Cactus sem kemur á markað á vormánuðum 2018. Bíllinn hefur verið endurhannaður bæði að utan sem innan, ný fjöðrunartækni, nýjar vélar og rétt eins og forveri sinn heldur hann áfram að skera sig úr hópnum. Stíll bílsins er ögrandi og nútímalegur eins og áður. Innra rýmið í nýjum C4 Cactus býður upp á einstök þægindi í nýjum Advanced Comfort sætunum.

Sætin ásamt mjúkri Progressive Hydraulic Cushions ™ (PHC) fjöðrun Citroën lætur þér líða eins og þú svífir.

FRAMMISTAÐA

VÉLAR

Sparneytni og akstursánægja

Akstursánægja Citroën C4 Cactus er samspil þess að bíllinn er léttur, skilvirkur og búinn nýjustu kynslóð véla. Nýjasta kynslóð PureTech bensínvélanna var valin Vél ársins, og BlueHDi dísil véla uppfylla Euro 6 staðla varðandi minnkun á losun og eyðslu.
PureTech 110 hestafla bensínvélin og EAT6 sjálfskiptingin sameinast í einstakri akstursánægju.

William CROZES @ PLANIMONTEUR

NÁNAR