April 8, 2015

Citroën Aircross – nýr hugmyndabíll frá Citroën

Citroën Aircross er myndavél á hjólum

Citroën Aircross er nýr hugmyndabíll frá Citroën. Aircross er jeppi sem byggður er á sömu útlitshönnun og Citroën C4 Cactus sem sló rækilega í gegn. Hugmyndabíllinn er 4,58 metra langur, 2,1 metrar á breidd og 1,8 metrar á hæð. Hann eyðir aðeins 1,7 l/100km, miðað við blandaðan akstur, og losun koltvísýrings er frá einungis 39 g/km.

Citroën Aircross er bíll með persónuleika. Lögð er áhersla á að vel fari um alla farþega hvar svo sem að þeir sitja í bílnum og fyrst og fremst skuli hann vera notendavænn. Við val á efnum í sæti og innréttingar bílsins var lögð áhersla á gæði og skemmtilega liti sem lífga upp á tilveruna. Það ætti að vera sérstaklega þægilegt að ferðast í Citroën Aircross því í honum eru sérhönnuð hólf sem auðvelda ferðalög fjölskyldunnar.

Í Citroën Aircross hugmyndabílnum eru tveir 12 tommu HD skjáir og er annar þeirra færanlegur. Þar að auki eru í honum tvær myndavélar sem staðsettar eru sitthvorumegin í bílnum. Með þeim er hægt að mynda ferðalag fjölskyldunnar og deila á samfélagsmiðlum með lítilli fyrirhöfn.

Á Citroën Aircross er Alloy Bumps hlífðarklæðning sem er byggð á sömu hugmyndafræði og Airbump® hlífðarklæðningin sem er á Citroën C4 Cactus sem ver bílinn fyrir minniháttar hnjaski í dagsins önn. Alloy Bump hlífðarklæðningin hefur verið útfærð til þess að henta betur fyrir jeppa.

Citroën Aircross hugmyndabíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Shanghai 22-29 apríl næstkomandi.