DÁSAMLEG CITROËN AUGLÝSING SEM SÝNIR 100 ÁRA SÖGU

Légende ci-dessous
DÁSAMLEG CITROËN AUGLÝSING SEM SÝNIR 100 ÁRA SÖGU

Citroën fagnar aldar afmæli á þessu ári og markaðsherferðin fer yfir sögu Citroën. Herferðin er innblásin af löngun okkar til þess að ferðast og af þrá okkar fyrir að upplifa & búa til minningar. Þessi nýja herferð er innblásin af þér og segir sögu Citroën með nokkrum þekktum hetjubílum Citroën.

 

INNBLÁSIN AF ÞINNI ÞRÁ FYRIR FRELSI FRÁ 1919!

 Nýja auglýsingin er með yfirskriftina CITROËN INSPIRED BY YOU. Citroën hefur verið hluti af lífi fólks í mörg ár & verið partur af getu okkar til að fara á milli staða og frelsi sem því fylgir. Auglýsingin spannar nokkra áratugi  þar sem við fylgjumst með ungum manni ferðast um á puttanum og fylgjum honum hoppa um borð í 2CV, Type H, Mehari, CX, Visa GTi, C3 Aircross & glænýjan, ótrúlega vel heppnaðan C4 Cactus, sem frumsýndur verður á Íslandi 26. maí, hann endar svo ferðalagið í hugmyndabílnum CXPERIENCE .

Autostoppeur Citroën Inspired By You

 

2CV & TYPE H: FRÁ 1948 

2CV
2CV var frumsýndur 1948 á París Motor Show og fékk algjörlega frábærar móttökur og eignaðist marga aðdáendur. Á Íslandi fékk hann viðurnefnið Braggi og er það nafn enn notað um hann í dag. Samtals voru 3.868.634 2CV bílar framleiddir.

TYPE H
Type H er einn af okkar elstu framleiðslum sem við erum enn að sjá í mikilli notkun. Við sjáum þá gjarnan sem”matarbíla” þar sem seldar eru veitingar úr honum. Frábærlega hannaður og sérstaklega nýstárlegur á þeim tíma. Samtals 473.289 Type H bílar framleiddir

2CV Citroën

TypeH Citroën

 

MEHARI, CX & VISA: FRÁ TIL 1990

MEHARI
Mehari er bíll með karakter, þolir vel daglegt amstur – hannaður til að keyra “off road” á sínum tímaog kom fyrst á markað 1968. Samtals 743.740 Mehari bílar framleiddir.

CX
CX var valinn Bíll ársins árið 1975, CX er er enn mjög táknrænn fyrir þær nýjungar sem hann stóð fyrir á bílamarkaðnum þegar hann kom á markað. Allt frá frumsýningu var CX ótrúlega vinsæll um alla Evrópu. Samtals 1.169.695 CX bílar framleiddir.

VISA
Visa kom fyrst á markað árið 1978 og var mjög vinsæll hjá mótorsport fólki. Á sínum tíu árum á markaði voru 1.254.390 VISA bílar framleiddir. Árið 1988, GTi útgáfa af VISA.

Mehari Citroën

CX Citroën

Visa Citroën

 

C3 AIRCROSS, C4 CACTUS, CEXPERIENCE: SÍÐAN 2016

C3 AIRCROSS
C3 Aircross var frumsýndur á Frankfurt Motor Show 2017, C3 Aircross markar sitt spor frá öðrum jeppum á markaðnum fyrir frábæra aksturseiginleika, einfalda hönnun og einstök
þægindi. Samtals 60.000 C3 Aircross hafa nú þegar verið framleiddir.

C4 CACTUS
Nýr C4 Cactus er ótrúlega þægilegur. Bíllinn hefur verið endurhannaður bæði að utan sem innan, ný fjöðrunartækni, nýjar vélar og rétt eins og forveri sinn heldur hann áfram að skera sig úr hópnum. Sætin ásamt mjúkri Progressive Hydraulic Cushions ™ (PHC) fjöðrun Citroën lætur þér líða eins og þú svífir.

CXPERIENCE
Hulunni var svift af CXPERIENCE  hugmyndabílnum á París Motor Show 2016. Þarna sýnir Citroën sköpunargáfu sína hvað varðar hönnun, þægindi og tækni.

C3 Aircross White

C4 Cactus Blue

CXperience Grey

 

ÞRÓUN VÖRUMERKIS CITROËN

Árið 1900 fékk André Citroën einkaleyfi fyrir örva (chevron) lögun Hann ákveður að nota þetta tákn árið 1919, þegar hann setur bílaframleiðslufyrirtæki sitt Citroën. Merkið hefur þróast með árunum en örvarnar (chevron) lögunin hefur alltaf fylgt Citroën.

Logos Citroën

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA SÖGU CITROËN!