Citroën AMI ONE CONCEPT

Citroën AMI ONE hugmyndafræðin er nálgun Citroën á frelsi í borginni: #LibertyElectriCityMobility! Sýndur á Bílasýningunni í Genf 2019.

NÝR CITROËN FÆDDUR

SMELLTU TIL AÐ SKOÐA Manifesto MYNDBAND

Allt frá árinu 1919 eða í 100 ára sköpunarsögu hefur Citroën verið óhrætt við að þróa og leiða nýjungar. Á bílasýningunni í Genf sem haldin verður í mars mun Citroën kynna nýjustu nálgun sína á hreyfanleika í þéttbýli og hún verður  aðgengileg fyrir alla, líka þá sem ekki eru með bílpróf.

Citroën AMI ONE CONCEPT er nálgun Citroën á frelsi í borginni: #LibertyElectriCityMobility! 100% rafdrifið faratæki með djarfri og litríkri hönnun og einstaklega einfalt í notkun og hittir í mark hvað varðar þægindi og hagkvæmni. Aðgengilegt án ökuleyfis, AMI ONE CONCEPT er hugsað sem deilibílakerfi og ef þig vantar að leigja faratæki í borginni.

Hugmyndafræðin á bakvið AMI ONE CONCEPT er frelsi til hreyfanleika fyrir alla í þéttbýli.

®UNIQUE – EINSTAKUR

Unique1-CL.18.051.004_308X176

AMI ONE CONCEPT farartækið er með einfalda tenginga lagaða hönnun, ótrúlega nettur eða aðeins 2.5m langur, 1.50m á breiður og 1.5m hár til að auka á lipurð og hæfni í borginni. Hannaður fyrir borgina og er með hliðarvörn, Citroën Airbumps®, til að vernda fyrir hnjaski.

 

Unique2_CL.18.051.007_308X176

Nútímalegur og framsækinn AMI ONE er með framtíðarlegt útlit, framljósin og stefnuljósin fljóta á snilldarhátt inn í hönnun bílsins og appelsínugula umgjörðin gefa  honum aukinn sýnilega.

 

SAMHVERF HÖNNUN

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDBAND

Ami One er snjall bíll samsettur úr samhverfum pörtum,  eins hurðum hægra- og vinstra megin með hvolfum og sömu partar á fram- og afturhliðinni, vindskeið og stuðarar. Topplúgan er handvirk, hettan rennur og brýst saman í einni hreyfingu.

EKKERT BÍLPRÓF

SansPermis_CL.19.006.013_308X176
AMI ONE býður upp á einstakt frelsi í notkun og er hannaður fyrir framtíðar notanda hvort sem hann er með ökuleyfi eða ekki. Þú getur leigt farartækið ef þú ert 16 ára (14 ára í Frakklandi) eða eldri. Citroën hefur búið til AMI ONE CONCEPT sem staðgengil í almenningssamgöngum og öðrum tvíhjóla farartækjum.

 

100% RAFMAGN

 

new project

AMI ONE CONCEPT er 100% knúinn rafmagni og búinn til af virðingu við umhverfið og minnkun kostnaðar. Farartækið kemst upp í 45 km/klst og þú getur keyrt 100 km á fullri hleðslu sem er fullkomið í borgarsnatt.

Ami One er einstaklega hljóðlátur. Hannaður samkvæmt Evrópskri reglugerð, sem kynnt var 01.01.2019 og segir að öll rafknúin faratæki eigi að gefa frá sér hljóð til að vara gangandi vegfarendur við.

SNJALL

 

Digital_CL.19.006.012_308X176

AMI ONE  er 100% tengdur snjallsíma sem er í miðju farartækisins og viðskiptavinir fá aðgang að AMI ONE CONCEPT í gegnum snjallsímann sinn. Dyrnar læsast og opnast með QR kóða sem er staðsettur á handföngunum. Ökumenn geta fengið persónulegan aðgang og haft þannig aðgang að sínum snjallsíma. AMI ONE  hefur tvo hnappa á stýrinu: raddaskipun til að hringja eftir aðstoð og beinan aðgang að snjallsímanum.

 

NÝ KYNSLÓÐ

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDBAND

Hugmyndafræðin á bakvið AMI ONE CONCEPT er að koma á móts við nýja kynslóð sem vill einfaldari faratæki og vill minnka losun. Með appi geta viðskiptavinir valið úr nokkrum deilibílaþjónustum eða bílaleigum. Það uppfyllir þannig allskonar ferðaþarfir viðaskiptavina með því að bregðast við mismunandi notkunarþörfum. Með appinu geta viðskiptavinir notið AMI ONE CONCEPT og aðlagað notkunartímanum eftir hentisemi, skuldbindingarlaust og allt innifalið.

Farartækið er sérhannað til að mæta þörfum hvers og eins, deilibílar og bílaleigur bjóða upp á leigu í 5 mínútur eða 5 klukkutíma (í gegnum Free2Move), fimm daga (Citroën Rent&Smile) eða lengur ef það hentar.

PRAKTÍSKUR

Pratique1_CL.18.051.012_308X176

Ökumannssætið er á sleðum og farþegasætið er fast. Geymsluplássið er snjallt og hannað með þeim tilgangi að hámarka notkun rýmisins.

Pratique2_CL.18.051.010_308X176

Í farþegarrýminu AMI ONE hefur verið hannað geymslusvæði fyrir  handtösku. Að aftan er pláss til og setja léttan farangur.

 

AMI ONE CONCEPT

NÝR LÍFSTÍLL

 

AMI ONE CONCEPT / loforð:
– # HLAUPA: Vindskeið þróað í samstarfi við franska vörumerkið, Back to Alaska
– # HLUSTA: 5W Bluetooth þráðlaus hátalari
– # KEYRA: Lykillhringur með sömu lögun og efni eins og hurðarhúninn
– # TENGJA: hleðslutæki sem passar við iOS og Android
– # UMHYGGJA: sílikon snjallsímahulstur þróað í samstarfi við Bone vörumerkið
– # HLEÐSLA: Origami sólarsellur búnar til í samstarfi við franska fyrirtækið Litogami
– # SPILA: málmur á mælikvarðanum 1:43 sem hægt er að safna saman

Á mótorsýningunni í Genf mun Citroën afhjúpa AMI ONE 100% rafmagns farartæki fyrir þéttbýli. Citroën AMI ONE CONCEPT er leið Citroën til að mæta þörf um frelsi í borginni: frelsi til hreyfingar, notkunarleyfi fyrir alla og frelsið til að njóta í deginum.