January 2, 2017

Brimborg kynnir nýjan Grand C4 Picasso

Nýr Citroën Grand C4 Picasso 7 manna fjölskyldubíll er kominn. Kynntu þér málið.

Brim­borg kynn­ir nýjan Citroen Grand C4 Picasso sem hefur notið mik­illa vin­sælda í Evr­ópu sem og á Íslandi.

Margverðlaunaður 7 manna fjölskyldubíll

Citroen Grand C4 Picasso, 7 manna, hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verið valinn fjölskyldubíll ársins í flokki fjöl­skyldu- og fjöl­nota­bíla. Hann er mjög rúm­góður og við hönnun hans var sérstök áhersla lögð á gott og þægi­legt aðgengi. Sæt­in í röðinni fyr­ir aft­an fram­sæt­in eru í fullri stærð þannig að vel fer um alla farþega og þrír barnabílstólar komast auðveldlega fyrir.

Há sætisstaða, þægilegt aðgengi og hagstætt verð

Farþegar sitja hátt og aðgengi er sérlega þægilegt. Út­sýnið er frábært þar sem framrúðan er óvenju há og rúður eru stórar og miklar. Eyðslu­töl­ur eru mjög lág­ar og sjálfskipt dísilútgáfa eyðir eingöngu 3.8 l/100 km í blönduðum akstri. Þá er verðið á Grand C4 Picasso afar hagstætt en hann kostar frá 3.790.000 kr.

Þú getur eignast Citroen Grand C4 Picasso með 10% útborgun og eingöngu 56.774 króna greiðslu á mánuði*

Kynntu þér Grand C4 Picasso

Komdu og reynsluaktu Grand C4 Picasso

Komdu í Brimborg og reynsluaktu þessum frábæra fjölskyldubíl.

*10% útborgun er 379.000 og mánaðarafborgun miðast við 84 mánaða bílalán Lykils.