February 28, 2017

C-AIRCROSS CONCEPT HUGMYNDAJEPPINN

Citroën hefur svipt hulunni af Citroën C-Aircross Concept, hugmyndabíll sem veitir nýja sýn í heim bíla. Bíllinn verður heimsfrumsýndur þann 7. mars á bílasýningunni í Genf.

Citroën hefur kynnt til sögunnar framúrstefnulegan og litríkan hugmyndajeppa. Citroën C-Aircross Concept er jeppi sem markar tímamót hjá Citroën.

HÖNNUN: Jeppi með tilgang

C-Aircross Concept kemur með sterkar, nýjar og ferskar áherslur í heim bílsins. Hann  nær fullkomnu jafnvægi milli öryggis og fallegrar hönnunar. Fyrstu teikningar gefa hugmynd um nægt rými, samspil lita og lína sem sameinast í afslöppuðu og stílhreinu innra rými.

CL 17.008.007

ÞÆGINDI: nútímalegur jeppi

Fyrstu drög sýna nægt rými, breið sæti og nóg af dagsbirtu þökk sé sóllúgu í þaki bílsins. Í bílnum verður Citroën Advanced Comfort® kerfið sem hannað var til þess að gera hverja ökuferð enn þægilegri, tæknin kemur til með að vera sérlega einföld í notkun. Stafrænir mælarnir falla vel að stílhreinu mælaborðinu, í stýrinu er allir helstu stjórntakkar til þæginda, bakkmyndavél og þráðlaust hleðsla fyrir farsíma svo eitthvað sé nefnt af búnaði bílsins.

CL 17.008.004