December 5, 2014

Nýr Citroën C4 Cactus valinn besti 5 dyra fólksbíllinn árið 2014

Citroën C4 Cactus vinnur til fleiri verðlauna

Nýr Citroën C4 Cactus hlaut titilinn besti 5 dyra fólksbíllinn (e.hatchback) hjá BBC TopGear Magazine árið 2014. Dómarar blaðsins voru hrifnir af hugmynd hönnunarteymis Citroën „meira er minna“ þegar þeir skoðuðu
Citroën C4 Cactus.

Undanfarin ár hafa verið sigursæl fyrir Citroën þar sem Grand C4 Picasso var valinn fjölskyldubíll ársins árið 2013, DS5 var fjölskyldubíll ársins árið 2011 og síðast en ekki síst var DS3 valinn bíll ársins árið 2010.

James Parfett hjá Citroën segir að með nýjum C4 Cactus hefur verið lögð áhersla á að uppfylla nútíma kröfur bíleigenda. Bíllinn sker sig úr með framúrstefnulegri hönnun bæði í innra og ytra rými bílsins sem jafnframt er hagkvæm og notendavæn.

Dómarar blaðsins lofuðu léttleika bílsins og fallega hönnun og minntust sérstaklega á hina nýju Airbump® hlífðarklæðninguna. Airbump® hlífðarklæðningin er einstök á heimsvísu en Citroën hefur einkarétt á hönnuninni sem gefur bílnum afgerandi útlit og er jafnframt sérstaklega praktísk. Klæðningin ver meðal annars bílinn fyrir rispum og skellum.

Citroën C4 Cactus er væntalegur á vormánuðum. Við erum byrjuð að taka við pöntunum. Smelltu hér til að senda fyrirspurn á ráðgjafa.

 

Allt um Citroën C4 Cactus hér