December 5, 2014

Citroën C4 Cactus valinn bíll ársins 2015 í Danmörku

Citroën C4 Cactus vinnur til verðlauna

Danskir bílablaðamenn völdu Citroën C4 Cactus bíl ársins nú fyrir skömmu. Valið stóð á milli 19 bíla sem öllum var reynsluekið af blaðamönnunum, þeim var svo fækkað niður í sjö bíla og að lokum réðust úrslitin á stigagjöf þar sem Citroën C4 Cactus bar sigur úr bítum.

Niðurstaða stigagjafar:

  1. Citroen C4 Cactus 148 stig
  2. VW Passat 87 stig
  3. Ford Mondeo 83 stig
  4. Opel Corsa 71 stig
  5. Nissan Qashqai 53 stig
  6. BMW 2 active Tourer 42 stig
  7. Mercedes Benz C-klasse 41 stig

Citroën C4 Cactus er bíll sem á sér engan líkan hvað varðar einstakt útlit og notendavæna hönnun. Bíllinn er búinn allra nýjustu og sparneytnustu gerðum bílvéla. Þessar nútímalegu og skilvirku vélar (PureTech-bensínvélarnar og BlueHDi dísilvélarnar með Stop&Start) eru einstaklega kraftmiklar og þær standast nú þegar framtíðarviðmið Evrópusambandsins (Euro6). Þú getur sett þinn C4 Cactus saman á 21 vegu.

Citroën C4 Cactus er væntalegur á vormánuðum. Við erum byrjuð að taka við pöntunum. Smelltu hér til að senda fyrirspurn á ráðgjafa.

Allt um Citroën C4 Cactus hér