January 14, 2015

C4 Cactus er kominn til Íslands

Komu Citroën C4 fagnað!

Í vikunni fögnuðum við komu Citroën C4 Cactus. Eftirvæntingin var mikil og bíllinn hefur svo sannarlega staðið undir væntingum okkar.

Gott verð C4 Cactus

Stílhrein og notendavæn hönnun einkennir C4 Cactus. Þar ber fyrst að nefna Airbump® hlífðarklæðninguna sem ver bílinn fyrir minniháttar hnjaski í dagsins önn og gefur honum einkennandi útlit. Eins eru langbogarnir fallegir sem prýða topp bílsins. Ökumannsrýmið er nútímalegt og fallegt. Hægt er að setja Citroën C4 Cactus saman á 21 vegu og svo er hann á hreint út sagt á frábæru verði, eða frá aðeins 2.690.000 kr.

 

Verðlaun C4 Cactus

Citroën C4 Cactus hefur að undanförnu sópað til sín verðlaunum og er hvergi nærri hættur. C4 Cactus var valinn bíll ársins í Damörku árið 2015. Hann sigraði einnig í flokki Crossover bíla á Next Green Car verðlaunahátíðinni árið 2014. Það var svo BBC TopGear Magazine sem valdi Citroën C4 Cactus besta 5 dyra fólksbíllinn (e.hatchback) árið 2014.

Hægt er að lesa meira um C4 Cactus hér og hafir þú fyrirspurn getur þú smellt hér.

 

C4Cactus_poidsmaitrise