March 10, 2015

Margt um manninn á frumsýningu Citroën C4 Cactus

Fjöldi fólks lagði leið sína á Citroën C4 Cactus frumsýninguna

Citroën C4 Cactus var frumsýndur laugardaginn 14. mars og var margt um manninn. Fjöldi fólks kom til að sjá og reynsluaka nýja C4 Cactus og var greinlegt að mikil spenna er fyrir bílnum. Citroën C4 Cactus heldur áfram að hlaða á sig verðlaunum og hefur bæði verið kosinn Bíll ársins í Danmörku og á Spáni. Hann var jafnframt í öðru sæti í vali á bíl ársins 2015. Lestu þér nánar til um verðlaunin sem C4 Cactus hefur fengið með því að smella hér.

Eitt af því sem hefur gert Cactus svona umtalaðan er að hann einfaldlega stingur keppinautana af með notendavænum nýjungum. Airbump® hlífðarklæðningin sem ver lakkið gegn hvimleiðum rispum og skellum er dæmi um eina slíka nýjung. C4 Cactus er búinn nýjustu kynslóð véla sem eru bæði sparneytnar og léttar. Hann eyðir frá aðeins 3,4 l/100 km og losar einungis frá 89 g/km.

 

IMG_2726

Allir vildu prófa að máta sig við C4 Cactus.

 

IMG_2701

Eins og sjá má var margt um manninn á frumsýningunni.

 

IMG_2688

Kíkt undir vélarhlífina til þess að skoða sparneytna vélina.

 

IMG_2691

Kíkt á verðlaunagripinn.

 

Verðlaunin halda áfram að hrúgast inn.

Pantaðu reynsluakstur hér.