Citroën afhjúpar ë-C4 100% rafbíl

Heimsafhjúpun á glænýjum Citroën ë-C4 100% rafbíl og Citroën C4, þú velur alfarið rafmagn eða bensín. Einstök hönnun og næsta kynslóð af tækni. Þú nærð 100% hleðslu á 7,5 klst í heimahleðslu. Með MyCitroën® appinu getur þú skoðað áætlaðan hleðslutíma ásamt því að setja forhitarann í gang. Örugg gæði Citroën.
Citroën afhjúpar ë-C4, nýjan 100% rafbíl
Í framhaldi af velgengni Citroën C3 Aircross og C5 Aircross SUV afhjúpar Citroën nú nýjan Citroën C4 og 100% rafbílinn Citroën ë-C4 30. júní næstkomandi. Um 28% af öllum seldum bílum í Evrópu eru í þessum stærðarflokki bíla og því eru nýr C4 og ë-C4 frábær viðbót í flokkinn og ætlar Citroën sér stóra hluti á komandi misserum.
Nýr C4 og ë-C4 eru nútímalegir, hátt byggðir, fullir af karakter og voldugir á vegi. Bílana verður hægt að fá í bensín, dísil og í 100% rafmagnsútgáfu ë-C4.
Djörf hönnun og framúrskarandi akstursþægindi
Hönnun C4 og ë-C4 er djörf, kraftmikil og glæsileg með sterkar línur sem flæða um bílinn og endurspegla vörumerki Citroën. Samspil efna í innréttingu bílsins skapa hlýleika í bland við nútímalega og tæknilega innréttingu.
C4 og ë-C4 eru hlaðnir notendavænum búnaði sem gerir allar ökuferðir ánægjulegar fyrir alla farþega bílsins. Framúrskarandi akstursþægindi eru tryggð með einstakri fjöðrun, Advanced Comfort sætum og björtu og notendavænu innra rými Citroën. Á heimsfrumsýningunni 30. júní munum við sjá nýjung fyrir farþega í framsæti.
Drægnin á ë-C4 er 330 km skv. WLTP staðli og þú nærð 100% hleðslu á 7,5 klst í heimahleðslustöð eða 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum með hraðhleðslu. Með MyCitroën ® appinu getur þú skoðað hleðslustöðu, áætlaðan hleðslutíma ásamt því að forhita bílinn á köldum vetrarmorgnum.
Fylgstu með!