February 12, 2020

CITROËN BERLINGO SENDIBÍLL

Komdu og prófaðu þennan tímamóta sendibíl sem í 100 ára sögu Citroën sem hefur tekist snilldarvel að smíða einstakan sendibíl út frá þörfum fagmannsins.
Komdu og kynntu þér örugg gæði Citroën Berlingo sendibil.

Komdu og prófaðu nýjan Citroën Berlingo Van með kraftmikilli vél, nýjustu kynslóð af 8 þrepa sjálfskiptingu. Nýr Berlingo tekur alvöru stökk hvað varðar stíl, tækni og innréttingar. Við hönnun bílsins var unnið náið með fagfólki til að mæta mismunandi þörfum sem best í daglegri notkun.

NÝ 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTING – EINSTÖK GÆÐI Í UMFERÐ DAGSINS

Nýr Citroën Berlingo Van er í boði í tveimur lengdum, beinskiptur og sjálfskiptur með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu og öflugri 130 hestafla vél.

SÚPER SVEIGJANLEGT INNRA RÝMI

Extenso®Cab innra rýmið er ótrúlega sveigjanlegt og gerir þér kleift að flytja allt að 3,44 metra langa hluti.
Nýr Berlingo Van býður upp á bjart og þægilegt farþegarými, háa sætisstöðu, gott aðgengi og algjörlega frábæra vinnuaðstöðu. Citroen Berlingo er með geymsluhólf undir framsæti,
fyrir ofan ökumann og í mælaborði fyrir framan ökumann. Citroën Berlingo Van er fáanlegur með rennihurðum á báðum hliðum og er með 180° opnun á afturhurðum. Hann er fáanlegur bæði 2ja eða 3ja sæta.

AUKIÐ ÖRYGGI Í ANNRÍKI DAGSINS

Nýr Citroën Berlingo Van er fáanlegur með ýmsum nýjungum í sendibílaflokknum, 20 mismunandi akstursöryggistækniþættir. Má þar nefna “Surround Vision” eða myndavélar sem sýna þér
umhverfið bakvið og til hliðar við bílinn, tækni sem veitir þér óviðjafnanlega sýnileika á því hvað er að gerast í kringum bílinn. Litaskjár í stað miðlægs baksýnisspegils sem sýnir
myndir frá tveimur myndavélum (frá farþegaspeglinum og efst á afturhurð bílsins).
– Eftirlit með umhverfinu: Skjárinn sýnir útsýni yfir afturhliðarsvæði á ökutækis til að öðlast betri skilning á akstursumhverfinu
– Hliðarvöktun: Skjárinn sýnir gott útsýni yfir farþegasvæði til að takmarka blinda staði
– Frábær nýjung sem einfaldar ökumanni að vera með betri yfirsýn og auðveldar allt vinnuumhverfi ökumanns

TVÆR ÚTFÆRSLUR – CLASSIC OG PROFESSIONAL

Nýr Citroën Berlingo Van er í boði í tveim lengdum og í tveim búnaðarútfærslum, Citroën Berlingo Van Classic og enn betur búinn Citroën Berlingo Van Professional.

Stærstur í sínum flokki
Rúmmál hleðslurýmis  3.3 –  3.9
Lengd hleðslurýmis (mm) 1817 –  2167
Lengd hleðslurýmis með Extenso Cab lúgu 3090 –  3440

Kynntu þér allt um FLOTASTJÓRANN
Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager, aðstoðar stjórnendur í fyrirtækjum við að fá betri yfirsýn yfir bílaflotann, einfaldar starf stjórnenda og þeirra sem stýra flotanum, gerir stjórnendum
kleift að lækka rekstrarkostnað flotans og hámarka nýtingu hans