February 2, 2018

Citroën C3 Aircross tilnefndur Bíll ársins 2018 í Evrópu!

Komdu og mátaðu C3 Aircross SUV!

Gríðaleg viðurkenning og staðfestir framúrskarandi gæði & þægindi Citroën C3 Aircross!

TILNEFNDUR SEM BÍLL ÁRSINS Í EVRÓPU 2018
Útlit C3 Aircross er kröftugt og hvert smáatriði hannað með þægindi ökumanns í huga. LED Einkennandi framljósin gefa honum meiri persónuleika. Afturljósin koma beint úr Aircross hugmyndabílnum og eru með lituðum ramma fyrir miðju sem gefa honum grafískt útlit. Citroën C3 Aircross SUV hefur verið tilnefndur sem Bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2018 enda engin furða, framúrskarandi bíll á ferðinni.

HLAÐINN BÚNAÐI & 5 STJÖRNU ÖRYGGI
Með hárri veghæð, Grip Control spólvörninni & Brekkuaðstoðinni kemstu hvert á land sem er í nýjum Citroën C3 Aircross. Grip Control spólvörnin bíður uppá 5 stillingar fyrir mismunandi krefjandi aðstæður. Nýr Citroën C3 Aircross SUV les umferðaskilti & gerir ökumanni viðvart um hámarkshraða. CITROËN Connect leiðsögukerfið er tengt þrívíddar skjá með raddstýrðu samskiptakerfi. Í borginni kemur Bílastæðaaðstoðin ser vel þegar leggja þarf í þröng stæði. Nálægðarskynjar (Top Vision) sýnir ökumanni 180 °  aftan við bílinn á 7 “snertiskjá í mælaborði bílsins. Citroën C3 Aircross fékk fullt hús stiga í öryggisprófunum Euro NCAP öryggisprófununum eða 5 stjörnur.

EINSTAKLEGA ÞÆGILEGUR #CitroënÞægindi
Hönnuðir Citroën hafa lagt mikla áherslu á þægindi og nýtur C3 Aircross góðs af þekkingu Citroën á því sviði því hann er frábær í lengri akstri & einstaklega þægilegur fyrir alla farþega.
Þægileg mjúk sætin eru einstaklega breið
Þægilega fjöðrun & frábært fjöðrunarkerfi Citroën gerir bílinn undurþýðann í akstri
Þægilegt hljóð í innra rými, C3 Aircross er einstaklega vel hljóðeinangraður og hljóðkerfi hans frábært!
Þægilegt aðgengi í bíllinn, þú sest beint inn í bíllinn
Þægilegur fyrir hávaxna, hátt til lofts & mjög gott fótapláss

HÁ SÆTISSTAÐA & EINSTÖK HLJÓÐEINANGRUN
Þú situr hátt og hefur góða sýn fram á veginn í Citroën C3 Aircross SUV. Þegar þú keyrir Citroën C3 Aircross SUV þá finnst þér eins og þú svífir. Nýjan C3 Aircross SUV er hægt að fá með tveim gerðum af skilvirkum og sparneytnum vélum. Annars vegar með 110 hestafla PureTech bensínvél og hins vegar 100 hestafla BlueHDi dísilvél. Báðar vélarnar eru margverðlaunaðar og t.a.m hefur PureTech bensínvélin verið kosin vél ársins. “Engine of the year”.

Við fylgjumst spennt með framhaldinu en tilkynnt verður um úrslit í lok febrúar!

Komdu & mátaðu þig Citroën C3 Aircross. # CitroenÞægindi # FrábærÍakstri  # MikiðPláss

Kynntu þér Citroën C3 Aircross!

 

17ZZ21

C3-Aircross-FB2 1004x428