December 12, 2014

Citroën C4 Cactus valinn besti Crossover bíllinn

Citroën C4 Cactus sópar að sér verðlaunum.

Nýr Citroën C4 Cactus sigraði í flokki Crossover bíla á Next Green Car verðalaunahátíðinni árið 2014. Citroën C4 Cactus BlueHDi 100 útgáfan gefur aðeins frá sér 82g/km af koltvísýringi.

Aðeins tveimur mánuðum eftir að C4 Cactus var fyrst kynntur í Bretlandi hefur hann sigraði í flokki Crossover bíla á 2014 Green Car Awards. Bíllinn er hannaður til þess að draga úr öllum kostnaði fyrir eiganda bílsins. Því er náð með því meðal annars að hafa bílinn léttan. Annað séreinkenni C4 Cactus er Airbump® hlífðarklæðningin sem er einstök á heimsvísu. Sveigjanleg klæðningin ver bílinn fyrir minniháttar hnjaski og rispum og gefur honum á sama tíma sitt einstaka útlit. C4 Cactus hefur þar að auki mjög lága eldsneytiseyðslu og eins og áður sagði.

Dómarar Next Green Car sögðu meðal annars að einstakt útlit Citroën C4 Cactus vekti athygli, það hefði verið sérlega gott að keyra bílinn og að hann væri sparneytnasti bíllinn í sínum flokki.

James Parfett hjá Citroën sagðist vera mjög ánægður með sigurinn og sagði jafnframt að þetta væri staðfesting á því að hugmyndafræði Citroën væri að virka. Þar væri lögð áhersla á einstakt útlit, að vel færi um alla farþega bílanna, að öll tækni í Citroën bílum væri einföld og þægileg í notkun og að kostnaður eiganda yrði lækkaður. Þar að auki sagðist hann vera stoltur af þeim framförum sem hefði orðið við þróun C4 Cactus og það væri mikil virðing fólgin í því að dómarar Next Green Car hefðu valið Citroën í slíkt heiðurssæti.

Frá því að Citroën C4 Cactus var frumsýndur á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári hefur hann fengið fjöldan allan af viðurkenningum. Hann hefur til dæmis verið valinn Bíll ársins 2015 í Danmörku og TopGear valdi C4 Cactus besta 5 dyra fólksbílinn.

Citroën C4 Cactus er væntalegur á janúar. Við erum byrjuð að taka við pöntunum. Smelltu hér til að senda fyrirspurn á ráðgjafa.

 

Kynntu þér nýja Citroën C4 Cactus nánar hér fyrir neðan:

Allt um Citroën C4 Cactus