February 10, 2021

Citroën C5 Aircross SUV valinn BESTU KAUPIN í flokki SUV bíla

Citroën C5 Aircross SUV valinn BESTU KAUPIN í flokki SUV bíla

Citroën C5 Aircross SUV valinn BESTU KAUPIN í flokki SUV bíla

Dómnefnd WHATCAR, bílatímaritsins valdi Citroën C5 Aircross SUV sem BESTU KAUPIN í flokki stórra SUV bíla  (BEST LARGE SUV for value). Dómnefndin hafði þetta að segja um C5 Aircross SUV: Þú færð rúmgóðan bíl með lúxustilfinningu fyrir frábært verð. Citroën C5 Aircross er rúmgóður og sérlega skemmtilegur í akstri þar sem mesta áherslan er á þægindi. Bíllinn er vel einangraður og lítið vind- og veghljóð berst inn.

C5 Aircross SUV er rúmgóður og notendavænn fjölskyldubíll

Citroën C5 Aircross SUV er rúmgóður og notendavænn fjölskyldubíll, einstaklega sparneytinn og hentar vel í langkeyrslur með alla fjölskylduna og fullt af farangri. Íslenskar aðstæður vefjast ekki fyrir Citroën C5 Aircross SUV en háfættur svífur hann 23 sentimetrum yfir ójöfnur íslenskra vega á byltingarkenndri fjöðrun. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða skapa þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum, mjúkum sætum og þremur, stökum, jafnbreiðum aftursætum. Aftursætin eru öll á sleða og rúma auðveldlega þrjá barnastóla. Farangursrýmið er allt að 720 lítrar, það stærsta í þessum flokki bíla og rúmar auðveldlega golfsettið eða barnavagn auk annars farangurs. Citroën C5 Aircross er fáanlegur í bensín, dísil og í tengiltvinnrafútgáfu á sérlega hagstæðu verði. Komdu og mátaðu Citroën!

Kynntu þér Citroën C5 Aircross