May 19, 2017

Citroën fagnar tvöföldum sigri

Citroën fagnar tvöföldum sigri annað árið í röð í Top 50 verðlaununum hjá DieselCar tímaritinu.

Annað árið í röð er Citroën sigurvegari í Top 50 verðlaununum hjá DieselCar tímaritinu, Citroën C4 Cactus var valinn Best Compact Crossover og C4 Picasso og Grand C4 Picasso hlutu Best Medium MPV. Citroën fagnar því tvöföldum sigri annað árið í röð. Top 50 listinn hjá DieselCar tímaritinu er listi yfir 50 bestu dísilbíla sem seldir eru í Bretlandi.

Einstök hönnun og framúrskarandi þægindi

Citroën C4 Cactus var valinn Best Compact Crossover og dómarar hrósuðu einstakri hönnun bílsins  og framúrskarandi BlueHDi 1,6 lítra vélinni. Citroën C4 Picasso og Grand C4 Picasso hlutu titilinn Best Medium MPV og fengu lof fyrir framúrskarandi þægindi og sérlega gagnlegt geymslupláss í innra rými bílsins. Citroën C4 Cactus og C4 Picasso hlutu báðir sömu verðlaun í fyrra.

757x426-grand-c4-picasso-best-medium-mpv.252697

Citroën hannaði meistaraverk

“Með Citroën C4 Cactus byrjaði algjör umbreyting á útliti og hönnun hjá Citroën og við elskum framúrstefnulegt útlit hans og hagnýta hönnun. Citroën vill með hönnun sinni láta fólki líða vel, með Airbump hlífðarklæðningunni sem kemur í veg fyrir rispur og minni dældir og svo er sérlega gaman að keyra hann. Citroën skapaði meistaraverk með C4 Picasso. Ekki aðeins skýtur hann keppinautum sínum ref fyrir rass í útliti heldur er hann líka búinn stafrænum mælum og hátækni vélum. Engu hefur verið til sparað þegar kemur að hugvitsömum geymsluhólfum og stóru skottrými, svo nokkur atriði séu nefnd”, sagði Ian Robertson ritstjóri og útefandi DieselCar tímaritsins.

Citroën fer ótroðnar slóðir

“Það er mikilll heiður að hljóta tvenn verðlaun annað árið í röð í Top 50 hjá DieselCar tímaritinu. Citroën leitast við að vera öðruvísi og fara ótroðnar slóðir en um leið hanna hagnýta og notendavæna bíla fyrir viðskiptavini sína. Við erum stolt af hönnun okkar og sérkennum. Það er frábær árangur fyrir Citroën að vera valin Best Medium MPV og Best Compact Crossover hjá þessum virtu verðlaunum”, sagði Chris Cheetham markaðstjóri Citroën í Bretlandi.

Kynntu þér sigurvegarana

Citroën C4 Cactus

Citroën C4 Picasso

Citroën C4 Grand Picasso