December 5, 2014

Citroën heimsmeistari í WTCC götubílakeppninni

Citroën bar sigur úr býtum

Lið Citroën setti einstakt met á dögunum þegar þau höfnuði í öllum fjórum efstu sætum í WTCC heimsmeistarakeppninni. Liðið sigraði bæði í heimsmeistarakeppni ökumanna og heimsmeistarakeppni framleiðanda. Áður hefur Citroën unnið fimm Cross Country Rally titla og átta WRC titla.

Julian Montaral, markaðstjóri Citroën, sagðist vera ákaflega stoltur af þessum sigrum og heimsmeistaratitlunum. Það var fagmennska, orka og ástríða sem gerði keppnisliði Citroën kleift að ná þessum einstaka árangri. Upphaflegt markmið var að gefa sér ár í að læra á þann flokk sem Citroën var að fara að keppa í en það átti eftir að koma í ljós að lið Citroën gerði gott betur. Julien sagði að þessi einstaki árangur hjálpaði til við að kynna vörumerkið Citroën á stórum markaði enda um mjög svo vinsælan viðburð að ræða í aksturskeppnum. Undirbúningur fyrir keppnina byrjaði fyrir 18 mánuðum síðan og var allt kapp lagt í að vera með framúrskarandi bíl og frábæra ökumenn.

Ökumaður Citroën liðsins, José María López, sagði að svona aksturskeppni væri ekki einstaklingsíþrótt heldur hópíþrótt þrátt fyrir að oftar en ekki fengi ökumaður bílsins mesta athygli.

Úrslit

Heimsmeistarakeppni ökumanna

 1.  José María López 384 stig
 2. Yvan Muller 291 stig
 3. Sébastien Loeb 251 stig
 4. Tiago Monteiro 170 stig
 5. Norbert Michelisz 142 stig

Heimsmeistarakeppni bílaframleiðanda

 1. Citroën 848 stig
 2. Honda 574 stig
 3. Lada 334 stig

Keppni 1

 1. José María López – Citroën
 2. Ma Qing Hua – Citroën
 3. Yvan Muller – Citroën
 4. Sébastien Loeb – Citroën
 5. Norbert Michelisz – Honda