June 7, 2018

Citroën kynnir tímamótabílinn C5 Aircross

Kynntu þér SUV Citroën C5 Aircross!

Dínamíkin og kraftmikið útlit, ásamt Citroën Advanced Comfort býður upp á meiriháttar nýjungar eins og Progressive Hydraulic Cushions fjöðrunarkerfið og Advanced Comfort sæti sem skilur eftir tilfinningu að og svífir yfir veginum.

Markmiðið með hönnun og þróun Citroën C5 Aircross er meiri þægindi og mýkt og afraksturinn er ný kynslóð SUV, innblásin af viðskiptavinum.

CITROËN KYNNIR NÝJAN C5 AIRCROSS SUV | TÍMAMÓTABÍL!

CITROËN afhjúpar nýjan C5 Aircross SUV . Hann er öflugur og ber af í hönnun og fjölbreytileika. Citroën C5 Aircross er útbúinn stærsta skotti í sínum flokki frá 580 til 720 l. og lengd hans 4,5 m gera hann einstakan í sínum flokki. Citroën Advanced Comfort býður upp á meiriháttar nýjungar eins og Progressive Hydraulic Cushions fjöðrunarkerfið og Advanced Comfort sæti. Aftari sætin eru öll á sleðum, stillanleg og ótrúlega auðveld í notkun.  Nýr SUV C5 Aircross er með einstaklega mörg geymsluhólf m.a annars kælibox sem fyrir miðju bílsins. Í nýjum C5 Aircross eru 20 ökumanns aðstoðarkerfi sem veita aukið öryggi í daglegum akstri m.a. ef þreyta gerir vart við sig í akstri. Kerfin greina hugsanlegar hættur og lágmarka þannig hættu á árekstri. Hægt er að velja um 30 litasamsetningar á nýja Aircross að utan og 3 litasamsetningum að innan.

 

LANG ÞÆGILEGASTUR & MEРSTÆRSTA SKOTTIРSÍNUM FLOKKI

Þú átt eftir að falla fyrir 4,50 metra lengdinni, dínamíkinni og kraftmiklu útlitinu. Það kemur svo sannarlega ferskur andblær með nýjum Aircross, breiðar framhliðarnar, flæðandi línurnar með sterkum grafískum eiginleikum eins og Airbump®. Citroën C5 Aircross er hár frá götu eða 230 mm frá jörð.Nýr SUV C5 Aircross státar af panorama gljáðu sólþaki. Fljótandi þakið og samfellda línan endurspeglar innri rými bílsins. Einstakt innra rými Aircross og stórt skottið (frá 580 til 720 l) gefur möguleika á frábærum ævintýrum. Bakhliðarljósin eru búin fjórum LED ljós einingum á hvorri hlið ökutækisins. Fjöðrunin er afar einföld en jafnframt áhrifarík. Á meðan hefðbundin fjöðrunarbúnaður er byggður upp af gormi og dempara með gúmmípúða í enda fjöðrunar þá bætir Citroën við vökvastoppara bæði að ofan og neðan í demparanum sjálfum. Fjöðrunin virkar sérlega vel á ójöfnur í vegum en einnig í holum þar sem högg geta verið snörp.

 

NÝR SUV C5 AIRCROSS: NÆSTA KYNSLÓÐ AF SUV, ÞÆGINDUM & TÆKNI

Nýr C5 Aircross SUV býður upp á nokkrar gerðir af vélum sem allar standast nýjasta mengunarstaðalinn Euro 6.2. í boði eru tvær PureTech bensínvelar 130 hestöfl með 6 gíra beinskiptingu og PureTech 180 hestafla með 8 þrepa sjálfskiptingu. Þrjár BlueHDi dísilvélar verða í boði: BlueHDi 130 hestafla með 6 gíra beinskiptingu eða 8 þrepa sjálfskiptingu og einnig BlueHDi 180 hestafla vél með 8 þrepa sjálfskiptingu. Nýju 8 þrepa sjálfskiptingarnar auka til muna sparneytni og þægindi í akstri. Eldsneytisnotkun er allt að 7% minni í samanburði við 6 þrepa sjálfskiptingar. Tveir extra gírar stuðla að enn betri, áreynslulausum og undurþýðum akstri. C5 Aircross verður fyrsti Citroën bíllinn með Plug in Hybrid og kemur í lok 2019.

Nýr C5 Aircross SUV verður er markaðssettur í lok 2018 í Evrópu, verður framleiddur í Frakklandi.