August 11, 2016

Citroën C4 Cactus verðlækkun OG tilboð

Kynntu þér verðlækkun og tilboð á Citroën C4 Cactus

Íslendingar hafa tekið Citroën C4 Cactus fagnandi. Nú þegar eru um 200 bílar á götunni. Citroën C4 Cactus er öðruvísi bíll. Hann er laus við allt prjál. Hönnunin er hagnýt og djörf. Með C4 Cactus vildi Citroën búa til bíl sem höfðar til nútímafólks. Einfaldleiki og lágt verð var haft að leiðarljósi. Þeim tókst heldur betur vel til því Citroën C4 Cactus hefur fengið ótal verðlaun um heim allan, fengið mikið lof bílablaðamanna og selst gríðarlega vel.

Við lækkum verð!

Við fögnum þessum frábæra árangri með því að lækka verð á Citroën C4 Cactus. Verðið var mjög gott áður en er nú orðið enn betra. Grunnverð Citroën C4 Cactus var 2.690.000 kr. en er nú 2.590.000 kr. Þú getur því nú tryggt þér vel útbúinn, meðalstóran fólksbíl nánast á verði smábíls.

Þetta er ekki búið!

Það sem meira er nú er hægt að gera enn betri kaup. Vinsældir Citroën C4 Cactus eru það miklar að grunnútfærslan sem kallar Live er uppseld og við fáum ekki nýja bíla fyrr en í október. Við deyjum ekki ráðalaus heldur bjóðum við útfærsluna þar fyrir ofan sem kallar Feel á verði Live. Útfærslan með mesta búnaðinum sem kallast Shine er á verði Feel. Þetta er gríðarlega gott tilboð!

Kynntu þér búnað hverrar útfærslu hér fyrir neðan eða með því að smella hér.

Citroën C4 Cactus LIVE útfærsla

Verð 2.590.000 kr. (verð áður 2.690.000 kr.)

Staðalbúnaður:

• 7“ margmiðlunarsnertiskjár, 4 hátalarar, USB tengi
• Airbump Black (hliðar, afturhleri og stuðarar)
• ESP stöðugleikakerfi með spólvörn, ABS hemlakerfi
• Öryggispúðar í hliðum og í þaki fyrir framsæti
• Loftþrýstingsnemar á dekk
• Veltistýri
• Hæðarstillanlegt bílstjórastæti
• LED ljós í framstuðara
• Hraðastillir (Cruise control)
• Loftkæling
• Fjarstýrð samlæsing
• Rafdrifnar rúður að framan
• Rafdrifnir speglar
• Aksturstölva
• Stillanlegur hraðatakmarkari (limiter)
• 16“ Stálfelgur – 205/55 R16
• Fjarstýring á útvarp og margmiðlunarkerfi í stýri
• ISOFIX barnabílstólafestingar

Citroën C4 Cactus FEEL útfærsla

Tilboðsverð 2.590.000 kr. (almennt verð 2.750.000 kr)

Búnaður umfram LIVE:

• Loftkæling
• Bluetooth tengibúnaður fyrir síma og tónhlöðu
• Langbogar á þaki (svartmálaðir)
• Samlitir hurðarhúnar
• Leðurklætt stýrishjól
• Fellanlegur armpúði milli framsæta (einungis í sjálfskiptum)
• Speglakápur svartmálaðar
• Hurðarpóstar að framan í svartglans
• Þokuljós í framstuðara

Citroën C4 Cactus SHINE útfærsla

Tilboðsverð 2.750.000 kr (almennt verð áður 3.050.000 kr.)

Búnaður umfram FEEL:

• Nálægðarskynjari að aftan
• GPS vegaleiðsögukerfi
• Regn- og birtuskynjari í framrúðu
• Skyggðar rúður að aftan
• Hiti í speglum
• 16“ SQUARE álfelgur silfur
• LED lesljós
• Armpúði milli framsæta
• 2 USB tengi
• Tölvustýrð miðstöð með loftkælingu

Viltu sjálfskiptan?

Citroën C4 Cactus er fáanlegur sjálfskiptur fyrir 60.000 kr. hærra verð.

Komdu í reynsluakstur og upplifðu Cactus

Við hverjum áhugasama til að líta til okkar í sýningarsal Citroën í Reykjavík að Bíldshöfða 8 eða til Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5. Við erum með opið virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.