April 18, 2017

Nýr Citroën C5 Aircross

Citroën frumsýnir nýjan C5 Aircross á bílasýningunni í Shanghai

Citroën frumsýnir nýjan C5 Aircross á bílasýningunni í Shanghai. Fyrstu drög að bílnum voru frumsýnd árið 2015 með hugmyndabílnum Aircross Concept og er nýji bíllinn að mestu byggður á þeim hugmyndum. Áhersla er lögð á að vel fari um alla farþega bílsins. Nýr C5 Aircross er kraftalegur á að líta og það geislar af honum sjálftraustið. Nægt rými er fyrir alla farþega, sama hvar í bílnum þeir sitja. Tæknin miðar að því að auka enn frekar á þægindi. Citroën C5 Aircross er stór áfangi í þróun á Citroën Advanced Comfort® hugmyndafræðinni þar sem áhersla er lögð á að tækni og þægindi fari fram úr væntingum. Á bílasýningunni frumsýnir Citroën einnig Progressive Hydraulic Cushions® fjöðrunarkerfið sem veitir einstaka fjöðrun.

Öruggur bíll með persónuleika

Bíleigendur vilja ekki fórna þægindum, þeir vilja allan pakkann, þegar þeir kaupa sér nýjan bíl. Citroën er að ryðja brautina fyrir nýja kynslóð jeppa sem hafa mikinn persónuleika og þægindi fyrir alla farþega bílsins. Bíllinn er byggður af reynslumiklum hönnuðum og verkfræðingum Citroën og sameinar það besta úr forverum sínum við nýja tækni.

Í bílnum eru upphitanleg sæti sem er sérlega notalegt á köldum vetrardögum, til viðbótar við hitann er hægt að kveikja á nuddi. Það er sóllúga í toppnum sem hleypir dagsbirtunni inn og er skemmtilegt til stjörnuskoðunar á veturna. Í C5 Aircross er 8“ HD snertiskjár með öllum helstu upplýsingum fyrir ökumann. Bíllinn er vel búinn öryggisbúnaði og má þar nefna Borgarbremsu, Veglínuvara, Hraðastilli, Grip Control spólvörn og Brekkuaðstoð. Citroën C5 Aircross verður fyrsti bensín/rafmagnsblendingurinn frá Citroën.

Gríðarleg auknin í sölu

Citroën heldur áfram þróun sinni á jeppum með nýjum C5 Aircross. SUV flokkur bíla hefur stækkað gríðarlega undanfarin ár og er í dag tæplega fjórðungur af allri sölu bíla á heimsvísu. Þessi flokkur bíla mætir þörfum ólíkra hópa og veitir meira frelsi á ferðalögum.

Áætlað er að Citroën C5 Aircross fari í sölu í Evrópu í lok árs 2018.

Kynntu þér Citroën C5 Aircross

Sjáðu fleiri myndir af Citroën C5 Aircross á Facebook síðu Citroën á Íslandi