December 15, 2014

Jólakveðja frá Citroën á Íslandi

Jól 2014

Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátið og farsæld á komandi ári. Þökkum kærlega fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Framundan er gríðarlega spennandi ár hjá Citroën. Það sem ber hæst á nýju ári hjá Citroën er algjörlega nýr bíll frá grunni sem kallast C4 Cactus. Citroën C4 Cactus hefur sópað að sér verðlaunum frá því hann var fyrst kynntur á bílasýningunni í Genf fyrr á þessu ári. Má þar nefna Besti Crossover bíllinn, bíll ársins í Danmörku 2015 og Top Gear valdi hann Besta 5 dyra bílinn.

Markmið Citroën með C4 Cactus er hagkvæmni í rekstri, sparneytni, framúrskarandi hönnun og lágt verð og að færa þannig viðskiptavinum meira af því sem skiptir raunverulegu máli. Útlit C4 Cactus og hönnun er einstök. Það sem grípur fyrst athyglina er Airbump® hlífðarklæðningin sem er einstök á heimsvísu. Airbump® hlífðarklæðningin felur í sér frábæra blöndu af stíl og hagkvæmni. Citroën hefur einkarétt á þessari frábæru tækni, en hún felst í sveigjanlegri klæðningu sem ver bílinn fyrir minniháttar hnjaski og rispum og gefur honum á sama tíma afgerandi ásýnd.

Nýr Citroën C1 verður einnig frumsýndur árið 2015. Við búumst við að kynna hann um mánaðarmót janúar og febrúar. Nýr Citroën C1 er afar ódýr, sparneytinn og hagkvæmur smábíll og öll hönnun hans miðar að því að gera hversdaginn einfaldari. Hann verður búinn sparneytinni bensínvél sem eyðir einungis frá 3,8 l/100 km. Hægt er að kynna sér nýja Citroën C1 og skoða myndir af þessum fallega bíl með því að smella hér.

Hér má sjá upplýsingar um opnunartímann yfir hátíðarnar.