December 5, 2016

MEIRIHÁTTAR JÓLATILBOÐ Á SÝNINGARBÍLUM

Kynntu þér meiriháttar jólatilboð Citroën

Meiriháttar jólatilboð verður hjá Citroën 5. – 24. desember. Allir sýningarbílar á dúndurafslætti til jóla, allt að 500.000 kr. afsláttur.

Kynntu þér Citroën línuna og finndu þann sem hentar þér. Komdu í dag.

CITROËN C1

Verð á sýningarbíl 1.918.000 kr. með afslætti FRÁ AÐEINS 1.690.000 KR.
Í boði eru tvær búnaðarútfærslur af sýningarbílum, Feel eða Shine útfærslur. Komdu og kynntu þér Citroën C1. Framúrskarandi lipur og sparneytinn bíll í snattið.

Kynntu þér Citroën C1 með því að smella hér.

CITROËN C3

Verð á sýningarbíl 2.468.000 kr. með afslætti FRÁ AÐEINS 2.260.000 KR.
Við bjóðum valda sýningarbíla með sérstökum þægindapakka sem inniheldur, bakkmyndavél og 7“ snertiskjá í mælaborði. Sérstök hönnun Citroën C3 með sveigðum línum og upphækkuðum sætum opnar á útsýni til allra átta. Mýkt í hönnun og einstök fjöðrun skapar framúrskarandi þægindi fyrir alla farþega og til viðbótar er Citroën C3 með stærsta farangursrýmið í sínum flokki (300 lítrar).

Kynntu þér Citroën C3 með því að smella hér.

CITROËN C4

Verð á sýningarbíl 3.559.000 kr. með afslætti FRÁ AÐEINS 3.150.000 KR.

Við bjóðum sjálfskiptan dísilbíl í Feel útfærslu á sannkölluðu dúndurjólaverði. Ökumannsaðstoð Citroën C4 tryggir áhyggjulausan akstur: spólvörn, brekkuaðstoð og nálægðarskynjarar að aftan. Frábærir aksturseiginleikar Citroën eru vel þekktir og veggrip er framúrskarandi við allar aðstæður.

Kynntu þér Citroën C4 með því að smella hér.

CITROËN C4 CACTUS

Verð á sýningarbíl 2.608.000 kr. með afslætti FRÁ AÐEINS 2.295.000 KR.

Margar útfærslur í boði á frábæru dúndurjólatilboði. C4 Cactus er fyrir þá sem vilja hagnýta hönnun, sparneytni og lágan rekstrarkostnað. C4 Cactus stingur keppinautana af með byltingarkenndum nýjungum eins og Airbump® hlífðarklæðningunni sem verndar bílinn gegn rispum og skellum.

Kynntu þér Citroën C4 Cactus með því að smella hér.

CITROËN GRAND C4 PICASSO

Verð á sýningarbíl 4.379.000 kr. með afslætti FRÁ AÐEINS 3.879.000 KR.

Við bjóðum nokkra sjálfskipta dísilbíla á dúndurjólatilboði. Citroën Grand C4 Picasso er sparneytinn 7 manna fjölskyldubíll þar sem vel fer um alla farþega bílsins. Nægt pláss, veglegur staðalbúnaður og frábærir aksturseiginleikar gera C4 Picasso að fullkomnum fjölskyldubíl.

Kynntu þér Citroën Grand C4 Picasso með því að smella hér.

KOMDU Í HEIMSÓKN OG NÝTTU ÞÉR MEIRIHÁTTAR JÓLATILBOÐ

Við mælum með að þú lítir við hjá okkur og prófir Citroën. Við erum staðsett að Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Við erum með opið frá kl. 9-17 virka daga og laugardaga frá kl. 12-16.

*Tilboð gildir eingöngu fyrir bíla á lager.