September 21, 2018

NÝR CITROËN C5 AIRCROSS SUV TENGITVINN Í HYBRID LÍNU CITROËN

MARKMIÐ CITROËN ER AÐ RAFVÆÐA ALLA BÍLALÍNU CITROËN FYRIR 2025

Á bílasýningunni í París afhjúpar Citroën nýjan Citroën C5 Aircross SUV tengitvin í Hybrid línu Citroën. Gert er ráð fyrir að tengitvin útgáfan af nýjum C5 Aircross SUV fari á markað árið 2020.

 

Á bílasýningunni í París afhjúpar Citroën nýjan C5 Aircross SUV tengitvinn bíl í Hybrid línu Citroën.

Gert er ráð fyrir að Hybrid útgáfan af nýjum C5 Aircross SUV fari á markað árið 2020. C5 Aircross er fyrsti tengitvinn bíllinn í Hybrid línu Citroën.  Markmið Citroën er að setja á markað einn slíkan bíl á ári til að ná markmiði Citroën að öll línan þeirra verði rafmögnuð fyrir 2025. Citroën mun bjóða upp á rafmagnslausn í hverju flokki, sem verður fullkomlega sniðin að þörfum viðskiptavina Citroën. Nýr Citroën C5 Aircross SUV tengitvin styrkir enn frekar línu Citroën og bætir við annarri vídd í Citroën Advanced Comfort®.

– Ný upplifun af Citroën þægindum með óaðfinnanlegum, undirþýðum og hljóðlátum akstri.

– Hreint rafmagn: allt að 50km drægni og vélarafl fyrir lengri ferðir.

– Akstursánægja er tryggð með samsetningu á rafmagni og 180 hestafla PureTech bensínvélinni ásamt 80kW rafmótor, samtals 225 hestöfl og 8 þrepa EAT8 sjálfskiptingunni.

– Hágæða tækni hönnuð fyrir auðvelda notkun. Sjálfvirk stjórnun, einföld hleðsla og þægindi.