October 31, 2017

NÝR C4 CACTUS, OFUR ÞÆGILEGUR BÍLL MEÐ EINSTAKAN PERSÓNULEIKA

Citroën hefur svipt hulunni af nýjum C4 Cactus.

Citroën hefur svipt hulunni af nýjum C4 Cactus. Bíllinn hefur verið endurhannaður bæði að utan sem innan, ný fjöðrunartækni, nýjar vélar og rétt eins og forveri sinn heldur hann áfram að skera sig úr hópnum rétt eins og forveri sinn. Stíll bílsins er ögrandi og nútímalegur eins og áður. Innra rýmið í nýjum C4 Cactus býður upp á einstök þægindi í nýjum Advanced Comfort sætunum. Sætin ásamt mjúkri Progressive Hydraulic Cushions ™ (PHC) fjöðrun Citroën lætur þér líða eins og þú svífir.

Allt frá því að Citroën kynnti til sögunnar C3 árið 2016 og svo í framhaldi C3 Aircross hefur Citroën stigið hvert skrefið á fætur öðru inn í framtíðar hönnun Citroën og nú kemur hinn stórglæsilegi C4 Cactus. Ný kynslóð bílsins kemur með ferskan blæ inn í þennan flokk bíla með einstöku útliti og framúrskarandi þægindum. Bíllinn er sérlega vel búinn með ökumannsaðstoð, fjölda tengimöguleika og öflugum vélum.

Með nútímalegri og einstakri hönnun, fær nýr Citroën C4 Cactus alla farþega sína til þess að líða vel. Citroën byggði nýjan fjörðunarbúnað sinn á frægum forvera sínum. Nýr C4 Cactus er sá fyrsti í Evrópu sem kemur með þessari nýju fjöðrunartækni, Progressive Hydraullic Cushions ™ (PHC) og sá fyrsti í heiminum sem er með Advanced Comfort sætum, allir farþegar bílsins upplifa sömu þægilegu sætin.

Nýr C4 Cactus verður kynntur á vormánuðum 2018.