October 25, 2018

NÝR CITROËN BERLINGO & NÝR CITROËN C4 CACTUS ERU KOMIN Í ÚRSLIT Í THE 2019 AUTOBEST AWARD!

Dómnefnd Autobest hefur tilkynnt þá 6 sem komust í úrslit af þeim 20 bílum sem tóku þátt. Nýr Citroën Berlingo og nýr Citroën C4 Cactus. Citroën er fyrsti bílaframleiðandinn sem er með tvö módel í úrslitum frá upphafi. Sigurvegarinn í 2019 "Best Buy Car of Europe" verður tilkynnt 15. desember.

Verðlaunin fyrir “Bestu kaupin í evrópu” «Best Buy Car of Europe» hafa verið veitt af Autobest síðan árið 2001 en kosið er um þau ár hvert.

Nýr Citroën Berlingo og Nýr Citroën C4 Cactus eru meðal þeirra sex bíla sem hafa verið tilnefndir í úrslitum 2019 “Best Buy Car of Europe”. Citroën er fyrsti bílaframleiðandinn sem er með tvö módel í úrslitum frá upphafi.

Berlingo er mest seldi Citroën bíllinn í 17 löndum árið 2017. Hönnun á nýjustu kynslóð Berlingo er innblásin af viðskiptavinum, er algjörlega unnin út frá kjörorðum Citroën
“Inspired by You”. Berlingo er ótrúlega fjölbreyttur bíll og frábær kaup fyrir fjölskyldur og þá sem eru með virkan lífsstíl og elska rúmgæði og virkni. Samtals 3,3 milljónir Berlingo bíla hafa verið afhentir frá því hann kom fyrst á markað árið 1996.

Citroën C4 Cactus hefur verið endurhannaður bæði að utan sem innan, ný fjöðrunartækni, nýjar vélar og stíll bílsins er ögrandi og nútímalegur. Innra rýmið í nýjum C4 Cactus býður upp á
einstök þægindi í nýjum Advanced Comfort sætunum. Sætin ásamt mjúkri Progressive Hydraulic Cushions ™ (PHC) fjöðrun Citroën lætur þér líða eins og þú svífir.

Í dómnefndinni eru 31 bílablaðamenn frá 31 Evrópulandi og voru 13 viðmið sem tekin voru til greina í vali blaðamanna, hvað þú ert að fá fyrir peninginn, hönnun, þægindi og tækni,
auk gæða þjónustuverkstæða ásamt fáanleika og verði varahluta. Eftir prófanirnar, sem eiga sér stað þann 27. og 28. nóvember, mun bíllinn sem telur flestir atkvæði vinna þessi virku verðlaun.
Það verður spennandi að fylgjast með hver vinnur þessi eftirsóttu verðlaun.

 

KYNNTU ÞÉR ALLT UM CITROËN ÞÆGINDI – CITROËN C4 CACTUS!

KYNNTU ÞÉR ALLT UM CITROËN ÞÆGINDI – CITROËN BERLINGO!