January 17, 2019

NÝR CITROËN BERLINGO VINNUR 2019 AUTOBEST

Í kjölfar samanburðarprófunar þeirra sex bíla sem komumst í úrslit, vann nýi Citroën Berlingo «Best Buy Car of Europe» 2019 verðlaunin.
Þessi titill verðlaunar bestu bílakaupin árið 2019. Nýr Citroën Berlingo sameinar fjölbreytta tækni nútímans, til að gera þitt daglega líf þægilegra. Það eru hvorki fleiri né færri en 19 ökumanns aðstoðarkerfi sem veita aukið öryggi.

Ný Citroën Berlingo var kosinn “Best Buy Car of Europe” ásamt Peugeot Rifter og Opel Combo Life.

Verðlaunin fyrir «Best Buy Car of Europe»  “Bestu kaupin í evrópu” hafa verið veitt af Autobest síðan árið 2001 en kosið er um þau ár hvert. Bílarnar eru metnar á grundvelli 13 viðmiða, þar á meðal bestu kaupin, hönnun, þægindi og tækni, auk gæði þjónustu og varahluta.

Nýr Citroën Berlingo og Nýr Citroën C4 Cactus eru meðal þeirra sex bíla sem voru tilnefndir í úrslitum 2019 “Best Buy Car of Europe”. Citroën er fyrsti bílaframleiðandinn sem er með tvö módel í úrslitum frá upphafi.

Berlingo bætir við þann virðulega titil “International Van of the Year 2019”, sem hann vann í september á Hanover Motor Show. Önnur verðlaun sem þessi einstaki bíll fékk fyrir nokkru: Frönsku Argus Trophy verðlaunin “Van van the Year” 2019. Þetta er einstök viðurkenning á hönnun og búnað þessara 3 kynslóðar Berlingo.

Berlingo er mest seldi Citroën bíllinn í 17 löndum árið 2017. Hönnun á nýjustu kynslóð Berlingo er innblásin af viðskiptavinum, er algjörlega unnin út frá kjörorðum Citroën “Inspired by You”. Berlingo er ótrúlega fjölbreyttur bíll og frábær kaup fyrir fjölskyldur og þá sem eru með virkan lífsstíl og elska rúmgæði og virkni. Samtals 3,3 milljónir Berlingo bíla hafa verið afhentir frá því hann kom fyrst á markað árið 1996.

Citroën Berlingo er fullkominn fjölskyldubíll, sterkur í eðli sínu og nýtt útlit hans með einkennandi hliðarvörninni Airbump® og nýjum litasamsetningum gerir hinn nýja Citroën Berlingo að bíl sem sker sig úr fjöldanum og er hannaður fyrir alls konar notkun, hentar frábærlega vel til ferðalaga og í dagsins önn.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KYNNA ÞÉR ALLT UM VINNINGSHAFANN CITROËN BERLINGO!