October 9, 2018

NÝR CITROËN BERLINGO VINNUR SENDIBÍLL ÁRSINS 2019! “INTERNATIONAL VAN OF THE YEAR 2019”

Dásamleg viðurkenning fyrir nýjan Citroën Berlingo sendibíl, sem fékk verðlaun í flokki atvinnubíla á bílasýningunni í Hanover og ber nú titilinn “International Van Of The Year 2019”.

Þetta er í annað sinn sem Citroën Berlingo fær þessi verðlaun í flokki atvinnubíla, eftir að verðlaunin voru fyrst veitt árið 1997. Berlingo kom fyrst á markað árið 1996 og hefur verið framleiddur í meira en 1,5 milljón eintökum, nú kynnum við þriðju kynslóð af Citroën Berlingo Van. Nýr Berlingo tekur alvöru stökk  hvað varðar stíl, tækni og innréttingar. Hönnun bílsins var unnið náið með fagfólki sem hafði skoðun á því hvað hentar best í daglegri notkun bílsins. Nýr Citroën Berlingo Van er ótrúlega fjölhæfur og léttir þér lífið. Citroën Berlingo Van kemur í tveimur stærðum, M og XL, / 4,40 m og 4,75 m langir. Nýr Berlingo er hannaður til að einfalda daglegt líf með frábæru vinnu aðgengi,rennihurðum að aftan, frábærlega hönnuð geymslurými og getur borið allt að 1.000 kg. Breidd á milli hjólboganna er 1,23 m til að auðvelda hleðslu vörubretta (Europallet).

Nýr Citroën Berlingo Van kemur með nýjung í atvinnubíla flokkinn, 20 mismunandi akstursöryggis tækniþættir. Það allra nýjasta er “Surround Vision” eða 360° myndavélar sem sýna þér umhverfið bak við bílinn, tækni sem veitir þér óviðjafnanlega sýnileika á því hvað er að gerast í kringum bílinn.

– Eftirlit með umhverfinu: Skjárinn sýnir útsýni yfir afturhliðarsvæði á ökutækinu til að öðlast betri skilning á akstursumhverfinu.
– Hliðar vöktun: Skjárinn sýnir gott útsýni yfir farþegasvæði til að takmarka blinda bletti
– Frábær nýjug sem einfaldar ökumanni að vera með betri yfirsýn og auðveldar allt vinnuumhverfi ökumanns.

Berlingo er hinn fullkomni vinnufélagi og aðlagar sig að þörfum fyrirtækja og fjölbreyttri notkun þeirra. Sigurvegarinn Citroën Berlingo Van er væntalegur hér á Íslandi í byrjun árs 2019!