June 14, 2017

NÝR CITROËN C3 AIRCROSS SUV

Nýr Citroën C3 Aircross sker sig úr hópnum með einstöku útliti og áður óséðum möguleikum í samsetningu.

Citroën C3 Aircross er byggður á C-Aircross hugmyndabílnum sem kynntur var á bílasýningunni í Genf 2017, í honum má sjá klassíska Citroën hönnun. Nýr Citroën C3 Aircross kemur inn á markaðinn með ferska strauma.

C3 Aircross sker sig úr hópnum með einstöku útliti sínu og áður óséðum möguleikum í samsetningu, þarna er bíll með mikinn persónuleika. Að innan er áhersla lögð á þægindi og stuðst við Citroën Advanced Comfort® hugmyndafræðina um aukið rými, nútímalega hönnun og náttúrulega birtu. Þarna er á ferðinni nútímalegur bíll með öllum helstu tengimöguleikum til þess að einfalda aksturinn. Í stuttu máli þá færir nýr Citroën C3 Aircross þægindi og ævintýri í nýjar hæðir.

Copyright Wiiliam CROZES @ Continental Productions

RÚMGOTT FARÞEGA- OG FARANGURSRÝMI

Innra rýmið er búið breiðum og þægilegum sætum, hátt er til lofts og nægt fótapláss. Farangursrými bílsins er stórt eða 410 lítrar og að auki  eru aftursætin á sleða svo auðvelt er að stækka farangursýmið í 510 lítra. Farþegaframsætið er einnig hægt að leggja niður svo þú getur flutt allt að 2.40 metra langan farm.

Copyright Wiiliam CROZES @ Continental Productions

Í takt við tímann er C3 Aircross með ríflegt geymslupláss og þar á meðal þráðlaust hleðslusvæði fyrir snjallsíma í miðjustokk bílsins. Bíllinn verður fáanlegur með stafrænum mælum í mælaborði, Öryggisbremsu, Bílastæðaaðstoð, Leiðsögukerfi og síðast en ekki síst Grip Control spólvörninni sem bíður uppá 5 stillingar fyrir mismunandi  krefjandi aðstæður.