May 30, 2017

NÝR CITROËN C3 FRUMSÝNDUR

Við frumsýnum nýjan Citroën C3!

Við frumsýnum nýjan Citroën C3 í sýningarsal Citroën hjá Brimborg að Bíldshöfða 8.

VERNDAR ÞIG FYRIR HURÐARSKELLUM

Vindar breytinga blása nú um fjölbreytta bílalínu Citroën. Við kynnum nýjan Citroën C3, einstakan í útliti með stóru 300 lítra skotti og fáanlegur með hinni bráðsnöllu Airbump® hliðarklæðningu sem verndar fyrir hurðarskellum. Citroën C3 er hljóðlátur, búinn nýjustu kynslóð sparneytinna véla og er fáanlegur með nýrri 6 þrepa sjálfskiptingu sem gerir hann frábærlega skemmtilegan og mjúkan í akstri. Nýr Citroën C3 er á frábæru verði frá 1.970.000 kr.

ÖRYGGIÐ UPPMÁLAÐ

Í Citroën C3 er margvíslegur öryggisbúnaður og má þar nefna Brekkuaðstoð, hún hjálpar þér að taka af stað í brekku og kemur í veg fyrir óæskilega hreyfingu á bílnum þegar þú tekur fótinn af bremsunni. Blindpunktsaðvörunarkerfi sem gefur til kynna, með tákni í hliðarspeglum, ef ökutæki er í blindapunkti ökumanns. Veglínuskynjari sem gerir þér viðvart ef þú ferð yfir veglínu þegar þú ekur á meira en 60 km/klst og bakkmyndavél sem kemur upp á skjá í mælaborði bílsins þegar þú setur í bakkgír. Bakkmyndavélin einfaldar lífið og eykur öryggi.

SPEGLAÐU FORRIT FARSÍMANS

Apple Car Play og Mirror link tæknin sem er fáanleg í Shine útfærslunni gerir þér kleift að spegla helstu forrit símans eins og t.d. Google Maps á 7″ snertiskjáinn.

MEIRA EN 25 ALÞJÓÐLEG VERÐLAUN

Meðal þeirra 25 alþjóðlegu verðlauna sem nýr Citroën C3 hefur hlotið eru Best Urbanite hjá BBC Top Gear Best Car, Car of the Year í Grikklandi og Red Dot hönnunarverðlaunin hjá alþjóðlegri dómnefnd svo eitthvað sé nefnt.

Kynntu þér Citroën C3