December 4, 2018

Nýr Citroën C5 Aircross SUV tilnefndur sem Bíll ársins!

Nýr Citroën C5 Aircross SUV tilnefndur sem Bíll ársins! C5 Aircross er einn af sjö bílum sem tilnefndir eru sem Bíll ársins 2019 af 38 bílum. Hver hreppir svo þennan eftirsóknaverða titil Bíll ársins 2019
verður svo tilkynnt mánudaginn 4. mars 2019.

Nýr Citroën C5 Aircross SUV er kominn í úrslit fyrir val á Bíl ársins 2019! C5 Aircross er einn af sjö bílum sem komnir eru í úrslit við val á Bíl ársins 2019 af 38 bílum. Citroën C5 Aircross er öflugur og ber af í hönnun og fjölbreytileika. Hver hreppir svo þennan eftirsóknaverða titil, Bíll ársins 2019, verður tilkynnt mánudaginn 4. mars 2019.

Bíll ársins hefur verið valinn á hverju ári síðan 1964, valið saman stendur af 60 blaðamönnun frá 23 Evrópulöndum. Það sem dæmt er útfrá er virði fyrir peninga, hönnun, þægindi, öryggi, tækni og umhverfisframmistöðu.

Nýr C5 Aircross SUV hefur sterka ásýnd og ber af í hönnun.Citroën Advanced Comfort býður upp á meiriháttar nýjungar eins og Progressive Hydraulic Cushions fjöðrunarkerfið og Advanced Comfort sæti. Aftari sætin eru öll á sleðum, stillanleg og ótrúlega auðveld í notkun. Í nýjum C5 Aircross eru 20 ökumanns aðstoðarkerfi sem veita aukið öryggi í daglegu akstri m.a. ef þreyta gerir vart við sig í akstri. Kerfin greina hugsanlegar hættur og lágmarka þannig hættu á árekstri. Citroën C5 Aircross er útbúinn stærsta skotti í sínum flokki frá 580 til 720 l.

Nýr C5 Aircross SUV er einnig útbúinn með nýjustu kynslóð ökumannshjálparkerfa.

Citroën vörumerkið er komið í samtals 590.000 eininga sölu í Evrópu og er árið 2018 fimmta árið í röð í vexti fyrir Citroën vörumerkið.

Við erum ótrúlega stolt af þessari viðurkenningu á þessum tímamóta bíl Citroën, fyrsti SUV bíll í línu Citroën. Hlökkum til úrslitanna 4. mars 2019!

Citroën Aircross verður forsýndur á Íslandi í 23.janúar 2019.