December 12, 2016

Nýr Citroën Jumpy sendibíll

Nýr Citroën Jumpy sendibíll er kominn. Kynntu þér málið.

Nýr Citroën Jumpy er kominn.

Ný kynslóð Citroën Jumpy sendibílanna er hönnuð með hagkvæmi, þægindi og öryggi í huga. Bíllinn státar af nýjustu tækni sem hönnuð er til þess að auðvelda líf ökumannsins og gerir Jumpy þannig að frábærum vinnufélaga.

HÖNNUN SEM AÐLAGAR SIG AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Hönnun Citroën Jumpy er notendavæn og aðlagar sig að þörfum þess sem honum ekur. Bíllinn tekur allt að 1.200 kg þungan farm og er rýmið er allt að 6,6 m3 að rúmmáli. Hægt er að fá Citroën Jumpy í þremur mismunandi lengdum. Í nýjum Citroën Jumpy er hægt að velja um klæðningar á gólf og hliðar hleðslurýmisins til að verja og gera hleðslurýmið enn notadrýgra.

HREYFANLEG SKRIFSTOFA

Þá er hægt að breyta Citroën Jumpy í hreyfanlega skrifstofu þegar þörf er á með því að leggja niður armpúðann á milli sætanna . Þar er borð sem hægt er að snúa til þæginda og á því er teygja til þess að halda tölvu eða blöðum á sínum stað.

MODUWORK INNRÉTTING

Með “Moduwork” innréttingunni er hægt að fella upp farþegasætið og opna lúgu á þilinu til að flytja lengri hluti. Lengd rýmisins lengist um 1.16 m og verður því heildarlengd flutningsrýmis í XL – löngu útgáfunni af Jumpy, 4 metrar. Í bílunum er flutningsnet við bílstjórasætið.
Þá er eldsneytislosun og CO2 losun BlueHdi dísilvéla Citroën Jumpy með því lægsta sem þekkist í þessum flokki sendibíla.

NÝR CITROËN JUMPY

Nýr Citroën Jumpy er kominn og er fáanlegur í þremur lengdum og er fáanlegur í sendibíla- og fólksbílaútgáfu sem getur verið allt að 9 manna.
Verð á Citroën Jumpy er frá aðeins 3.490.000 m.vsk

Kynntu þér Citroën Jumpy