August 27, 2015

PureTech valin vél ársins

Verðlaunin fyrir vél ársins eru mjög eftirsótt meðal bílaframleiðanda.

PSA Group, framleiðandi Citroën fékk á dögunum fyrstu verðlaun fyrir bestu vélina í alþjóðlegri keppni um vél ársins. Verðlaunin voru veitt fyrir nýju 3 strokka PureTech Turbo vélina.

Vélin var valin best í flokki véla  1,0 lítra til 1,4 lítra. Verðlaunin eru mjög eftirsótt meðal bílaframleiðanda en þau eru skipulögð af tímaritinu Engine Technology International í Stuttgart, Þýskalandi.

PureTech vélafjölskyldan eru 3-strokka vélar sem státa af góðum krafti með eða án forþjöppu og jafnframt  mjög lágri eyðslu og mengun. Eldsneytiseyðslan og  CO2 losun er að meðaltali um 18% lægri í samanborið við forvera hennar, 1,0 lítra og 1,2 lítra.  PureTech vélarnar eru frá 68-130 hestöfl  og eru fáanlegar hjá Brimborg í Citroën C1, Citroën C3,  Citroën C4 Cactus og Citroën C4.

Við móttöku verðlaunanna sagði Christian Chapelle, yfirmaður hjá PSA Group,  ” Með heildarlosun sem er að meðaltali 110.3 g/km er PSA Group leiðandi á evrópskum markaði til lækkunar á CO2 losun. Þessi virtu verðlaun fyrir 3 strokka Turbo PureTech vélina er mikill heiður fyrir fyrirtækið og okkar verkfræðiþekkingu við hönnun bensínvéla. Þetta er dásamleg viðurkenning fyrir þær tækniframfarir sem við höfum náð og er hluti af áframhaldandi markmiðum okkar til að lækka eldsneytisnotkun“.

Við hvetjum áhugasama til að kíkja í sýningarsal okkar að Bíldshöfða 8 og prófa verðlaunavélina. Einnig er hægt að fá frekari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar hér.

Nánar um Citroën bíla sem búa yfir PureTech vélunum:

Citroën C1

Citroën C3

Citroën C4

Citroën C4 Cactus