Citroën ábyrgð

Citroën ábyrgð

Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Að auki býður Citroën á Íslandi |Brimborg kaupanda val um framlengda verksmiðjuábyrgð til allt að 5 ára gegn gjaldi og gegn sérstökum skilmálum. Söluráðgjafar veita nánari upplýsingar um ábyrgðar- og þjónustuskilmála en ítarlegar upplýsingar fylgja í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins.