August 12, 2016

Stórgott tilboð á Citroën C1

Kynntu þér stórgott tilboð á Citroën C1

Við erum með tvær góðar fréttir. Í fyrsta lagi þá höfum við lækkað verðið á Citroën C1. Verðið var 1.859.000 kr. en nú getur þú fengið þennan frábæra smábíl á einungis 1.798.000 kr.

Í öðru lagi skelltum við einnig í stórgott tilboð. Citroën C1 kemur í þremur útfærslum: LIVE, FEEL og SHINE. Við bjóðum nú C1 SHINE á verði LIVE, eða einungis 1.798.000 kr. í staðinn fyrir 1.998.000 kr. Hafðu hraðar hendur og tryggðu þér C1 á þessu dúndutilboði.

Kynntu þér búnað hverrar útfærslu hér fyrir neðan eða með því að smella hér.

Citroën C1 LIVE

Verð 1.798.000 kr. (verð áður 1.859.000 kr.)

Staðalbúnaður:

• ESP stöðugleikastýrikerfi með ASR Spólvörn
• Öryggispúðar að framan, í hliðum sæta og öryggispúðagardína
• Loftkæling (AC)
• Útvarp
• Rafdrifnar rúður að framan
• Fjarstýrð samlæsing
• LED ljós í framstuðara
• Hraðanæmt aflstýri
• 14″ Stálfelgur STAR
• Loftþrýstingsnemar á dekk
• Dagljósabúnaður
• Velti-og aðdráttarstýri
• Aftursætisbekkur niðurfellanlegur
• ISOFIX barnabílstólafestingar

Citroën C1 FEEL

Verð 1.868.000 kr.

Staðalbúnaður umfram LIVE:

• 7“ Mirror margmiðlunarsnertiskjár
• Fjarstýring á útvarp og marmiðlunarkerfi í stýri
• 4 hátalarar
• USB tengi
• Aftursæti skipt 50/50 niðurfellanleg
• Bluetooth tengibúnaður fyrir síma og tónhlöðu
• Samlitir hurðarhúnar og speglar
• Höfuðpúðar á aftursætum
• Hæðarstillanlegt bílstjórasæti
• Varadekk
• Zebra áklæði

Citroën C1 SHINE

C1 SHINE er nú á verði LIVE!
Tilboðsverð: 1.798.000 kr. (almennt verð 1.998.000 kr.)

Staðalbúnaður:

• 15″ Álfelgur
• Krómaður rúðulisti á hliðum
• Hraðastillir ( cruise control )
• Leðurklætt stýrishjól
• Krómaður gírhnúður
• Svört glansáferð á framstuðara/svuntu
• Snúningshraðamælir
• Rafdrifnir speglar
• Wave áklæði

Viltu sjálfskiptan?

Citroën C1 er fáanlegur sjálfskiptur. Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar.

Komdu í heimsókn

Við mælum með að þú lítir við hjá okkur og prófir Citroën C1. Við erum staðsett að Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri. Við erum með opið frá kl. 9-17 virka daga og laugardaga frá kl. 12-16.