EURO 6.2 STAÐALL

Légende ci-dessous
EURO 6.2 STAÐALL

„Euro-staðlar“ Evrópusambandsins setja útblásturshámörk sem bifreiðar mega ekki fara yfir. Hámörkin eru lækkuð reglulega, en nýjasti staðillinn er Euro 6.2 staðallinn.

Eins og fyrri staðlar setur Euro 6.2 útblásturshámörk fyrir eftirfarandi mengandi gastegundir. NOx (nituroxíð), CO (kolmónoxíð), svifryk og óbrennd kolvetni. Hins vegur setur staðallinn engin hámörk á losun koldíoxíðs.

Euro 6.2 staðallinn hefur verið í gildi síðan í september 2017 fyrir nýjar gerðarviðurkenndar bifreiðar, og tekur gildi fyrir allar tegundir í september 2018.

 NÝJAR VÉLAR

 TIL AÐ BREGÐAST VIÐ BREYTTUM STAÐLI

Photo1_555x318

Citroën hefur gert ráð fyrir nýju reglunum: Citroën-bifreiðar hafa allar verið samþykktar nú þegar og uppfylla nýja Euro 6.2 staðalinn.

Hvað varðar losun nituroxíðs uppfylltu Groupe PSA bifreiðar ( framleiðanda Citroën) sem eru með Euro 6.2 vélum staðalinn þremur árum á undan kröfunni, reglufylgnistuðull upp á 1,5 (RDE-próf), sem tekur gildi frá janúar 2020.

Nýju kynslóðirnar af PureTech- og BlueHDI-vélum gera Citroën kleift að vera skrefi á undan næsta Euro 6 staðli sem tekur gildi árið 2020.

ALLT UM PURETECH VÉLAR

ALLT UM  BLUEHDI VÉLAR

 TIL VIÐBÓTAR VIÐ

 GILDISTÖKU EURO 6.2

Photo2_308x176

Tvö vottunarferli verða skyldubundin frá september 2018:

•  Worldwide Harmonized Light Vehicle Test Procedure (WLTP)
•  Real Driving Emissions (RDE).

Ásamt Euro 6.2 staðlinum uppfylla þau þrjú mismunandi markmið:

•  að draga úr losun koldíoxíðs, gróðurhúsalofttegundarinnar sem ber mesta ábyrgð á loftslagsbreytingum,
•  að gera viðskiptavinum betur kleift að spá fyrir um rauntímanotkun sína út frá viðurkenndum gögnum
•  að gera prófanir á rannsóknarstofu með raunverulegum mælingum í akstri á losun sumra tegunda mengunarvalda (t.d. nituroxíðs)

ALLT UM WLTP & RDE

ORÐASAFN

Euro-staðall
Evrópskir losunarstaðlar, þekktir sem Euro-staðlar, setja hámörk á losun bifreiða á vegum úti á mengunarvöldum, og eru settir af Evrópusambandinu.
Euro 6.2 staðallinn er einnig kallaður Euro 6.d-TEMP. Í janúar 2020 mun Euro 6.3 staðallinn, einnig þekktur sem Euro 6.d eða Euro 6.d full, leysa hann af hólmi.

NOx, CO2, svifrik, CO: Nitruroxíð, Koldíoxíð, svifrik, kolmónoxíð
Útblástur stafar að meginhluta af brunavélum, en hámörk hans eru fest af evrópskum reglugerðum.

WLTP: Worldwide harmonized Light vehicle Test Procedure
WLTP er ný aðferð við skráningu bifreiða. Það er samhæfð prófunaraðferð til að ákvarða eldsneytisnotkun og útblástur bifreiða.
Þessi nýja WLTP-aðferð kynnir til sögunnar raunverulegri prófunaraðstæður en NEDC, til þess að sjá viðskiptavinum fyrir nákvæmum upplýsingum
Prófin lúta eftirliti tæknilegrar þjónustu (UTAC í Frakklandi) og byggja á stöðluðum aksturslotum (tíma, hraða, búnaði, hitastigi o.s.frv.), með sama hætti fyrir alla framleiðendur, og mæla bæði útblástur og eldsneytisnotkun bifreiðanna.

RDE : Real Driving Emission
Real Driving Emission er viðbót við WLTP og mælir losun mengunarvalda eins og nituroxíðs og svifryks (PN) frá bílnum meðan honum er ekið á vegi. RDE tryggir að bifreiðar skili litlum útblæstri í samanburði við próf á rannsóknarstofu, sem er stórt stökk í prófunum á útblæstri bifreiða.