NÝ SAMRÆMD PRÓFUNARAÐFERÐ WLTP

Légende ci-dessous
NÝ SAMRÆMD PRÓFUNARAÐFERÐ WLTP

Ný samræmd prófunaraðferð – Worldwide Harmonised Vehicle Test Procedure (WLTP) verður notuð fyrir vottun ökutækja í Evrópusambandinu. Kynnt er til sögunnar nýtt prófunarferli og nýja aðferð til að mæla eldsneytisnotkun, losun CO2 og losun mengunarvalda hjá ökutækjum við staðlaðar aðstæður.

Nýja prófunaraðferðin mun leysa eldri prófunaraðferð NEDC af hólmi*.

Þökk sé skynsamlegum ákvörðunum í tæknimálum sem voru teknar með þessar reglur í huga er Citroën tilbúið fyrir þetta nýja WLTP-vottunarferli, sem verður skyldubundið fyrir allar fólksbifreiðar frá september 2018 og ári síðar fyrir nýjar léttar atvinnubifreiðar.

*New European Driving Cycle

PHOTO1_308x176

 

 

FRÁ NEDC TIL WLTP

PHOTO2_308x176

 

Einn tilgangur WLTP er að endurspegla með nákvæmari hætti raunverulegar akstursaðstæður og þá tækni sem bifreiðar eru búnar í vottunarferlinu.

Nýja prófunaraðferðin kveður á um strangari prófunaraðstæður og fjölbreytilegri akstursaðstæður en gert var í NEDC-prófinu sem er frá tíunda áratug síðustu aldar. Það var hannað með því að nota raunveruleg akstursgögn, á meðan NEDC byggði á fræðilegum aksturssniðum.

WLTP skilar einnig nákvæmari gögnum þar sem það tekur til greina sérstaka eiginleika hvers ökutækis, þar á meðal allan valbúnað, sem getur haft talverð áhrif á eldsneytisnotkun og losun CO2.

WLTP Í HNOTSKURN

PHOTO3__555x318

•Hraði
WLTP-prófanir eru framkvæmdar á meiri hraða: 46,5 km meðalhraði á klst. (miðað við 34 km/klst. í NEDC-prófinu).

•Vegalengd
WLTP-prófunarlotan er lengri: 23,25 km (í stað 11 km hjá NEDC)

•Lotutími
WLTP-prófunarlotan er lengri: 30 mín (í stað 20 mín hjá NEDC)

•Akstur
WLTP-prófið er fjölbreytilegra. Það er meira um hraðaaukningar og hemlun. Aksturshegðun og -aðstæður eru raunverulegri.

•Búnaður
Viðbótareiginleikar og aukabúnaður (sem geta verið mismunandi milli bíla) eru teknir til greina.

 

CITROËN & WLTP

PHOTO4_308x176

Þökk sé skynsamlegum ákvörðunum í tæknimálum sem voru teknar með þessar reglur í huga (SCR fyrir dísilbíla og GPF fyrir bensínbíla) er Citroën tilbúið fyrir þetta nýja WLTP-vottunarferli sem endurspeglar betur raunnotkun viðskiptavina.

Og til að upplýsa viðskiptavini sína betur hefur Citroën þar að auki birt upplýsingar um eldsneytisnotkun sinna bíltegunda á vefsvæði síðan í mars 2016 og upplýsingar um losun nituroxíða síðan í mars 2018, miðað við raunverulegar akstursaðstæður, byggt á aðferðum sem þróaðar voru með frjálsum félagasamtökum, (T&E og FNE) og vottaðar af sjálfstæðum þriðja aðila (Burea Veritas).

 

 TÍMATAFLA FYRIR INNLEIÐINGU

PHOTO5_555x318

Frá september 2017: WLTP mun formlega gilda um nýjar gerðarviðurkenndar bíltegundir
Allar nýjar bíltegundir (bíltegundir sem eru markaðssettar í fyrsta sinn) ganga í gegnum WLTP-prófun
Áfram er hægt að selja bíltegundir sem voru samþykktar samkvæmt NEDC fyrir september 2017.

Frá september 2018: WLTP mun gilda um allar nýskráningar á bílum
Allir nýjar bílar verða að gangast undir WLTP-prófun en ekki NEDC
Undantekning er gerð fyrir sölu á takmörkuðum fjölda óseldra síðustu ökutækja (e. end-of-series) á lager sem voru samþykktar samkvæmt gamla NEDC-prófinu

Frá janúar 2019:
Allir nýir bílar á bílasölum ættu aðeins að hafa WLTP-CO2 gildi

RAUNLOSUN

PHOTO6_555x318

Frá september 2018 verða framleiðendur að mæla losun sinna ökutækja við raunverulegar aksturaðstæður (RDE – REAL DRIVING EMISSION), auk þess að fara í gegnum WLTP-ferlið; þetta á við um allar bifreiðar sem eru seldar í Evrópusambandinu, Íslandi, Sviss, Tyrklandi, Noregi, Liechtenstein, Ísrael og Írlandi.

Citroën framkvæmir þess háttar próf með PEMS-kerfi.

 

RAUNLOSUN Á VEGUM ÚTI

PHOTO7_308x176

Bíll sem er útbúinn færanlegu losunarmælingakerfi (Portable Emissions Measurement System, PEMS) er keyrður á almennum vegi. PEMS safnar gögnum til að sannreyna að ekki sé farið yfir lagaleg hámörk mengunarvalda. Með því fæst rauntímavöktun á helstu mengunarvöldum sem ökutæki losa frá sér (nituroxíð, svifryk). Samansöfnuð gögnin eru greind til að sannreyna að akstursaðstæðurnar uppfylli kröfur RDE og að losun sé innan samþykktra marka.

 

ORÐASAFN

•Bureau Veritas
Bureau Veritas er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði skoðana, vottunar og prófana á rannsóknarstofum.

Groupe PSA ( framleiðandi Citroën) hefur innleitt einstaka vísindalega nálgun til þess að tryggja viðskiptavinum sínum áreiðanlegar upplýsingar. Þessari nálgun hefur verið beitt í samstarfi við tvenn leiðandi frjáls félagasamtök, T&E (Transport and Environment), og FNE (France Nature Environnement), sem helga sig umhverfismálum og sjálfbærum samgöngukostum, og vottunaraðilann Bureau Veritas

• Euro 6
Evrópskir losunarstaðlar skilgreina viðunandi mörk losunar í útblæstri nýrra ökutækja sem seld eru í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. Losunarstaðlarnir eru skilgreindir í röð tilskipana Evrópusambandsins þar sem staðlarnir verða smám saman strangari með tímanum. Þetta er röð sífellt strangari staðla fyrir ný ökutæki.

Euro 6 er núgildandi staðall. Hann kveður á um hámarksgildi fyrir losun á svifryki og nituroxíði sem eru lægri en í Euro 5 staðlinum sem áður gilti.

Frá september 2018 mun önnur útgáfa af Euro 6 staðlinum taka gildi: Euro 6.2 staðallinn (Euro 6.d-TEMP). Hann setur mörkin enn lægra en útgáfan á undan hvað varðar losun svifryks í bílum með bensínvél.

• Sótagnasíur – FAP : Filtre A Particules (Particulate Filter)

Sótagnasían er með gljúpum silíkonkarbíðkjarna til að fanga mengandi sótagnir í útblæstrinum. Hún brennir svo og eyðir þeim reglulega.

Útblásturssíukerfinu er stjórnað af stjórneiningu sem framkvæmir einnig sjálfsgreiningu. Sótagnasían eykur kosti HDi-dísiltækninar í umhverfisvernd, en ökutæki með HDi-dísilvélum og síunni losa nánast engar sótagnir.

• France Nature Environnement
Samtök franskra náttúruverndarsamtaka

• NEDC : New European Driving Cycle
NEDC er prófunarferli, sem var síðast uppfært árið 1997, og hannað til að meta útblástur bílvélar og sparneytni fólksbifreiða (sem undanskilur smærri vöruflutningabifreiðar og atvinnubifreiðar. Það á ekki lengur við um núverandi notkun á bifreiðum og WLTP (Worldwide harmonized Light vehicles Test Procedures ) leysir af hólmi frá september 2018.

• PEMS : Portable Emissions Measurement System (færanlegt losunarmælingakerfi)
Þetta losunarmælingakerfi er innfellt á ökutækið við prófanir og greinir allan útblástur.

• RDE : Real Driving Emissions
Real Driving Emission (RDE) er viðbót við WLTP og mælir losun mengunarvalda eins og nituroxíðs og svifryks (PN) frá bílnum meðan honum er ekið á vegi. RDE tryggir að bifreiðar skili litlum útblæstri í samanburði við próf á rannsóknarstofu, sem er stórt stökk í prófunum á útblæstri bifreiða.Bíll sem er útbúinn færanlegu losunarmælingakerfi (Portable Emissions Measurement System, PEMS) er keyrður á almennum vegi sem gerir mælingarnar mögulegar.

• SCR : Selective Catalytic Reduction (sértæk afoxun með hvötum)
PSA Group ( framleiðandi Citroën) er frumkvöðull á sviði umhverfisvænna véla og hefur hannað og þróað upprunalega tækni til að meðhöndla útblástur nituroxíðs. Sértæk afoxun með hvötum (SCR) eyðir nituroxíðinu sem dísilvélar senda frá sér. SCR tæknin dregur úr losun nituroxíðs um 90% og losun CO2 um 2–4%.

• Transport & Environment
European environmental association. Evrópsk umhverfisverndarsamtök sem sérhæfa sig í að koma á sjálfbærri samgöngustefnu.

• WLTP : Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure
Það er nýtt prófunarferli sem veitir raunhæfari yfirsýn yfir eldsneytisnotkun og CO2 losun ökutækja og verður lagalega bindandi fyrir öll ökutæki frá september 2018. WLTP mun skref fyrir skref leysa af hólmi prófunarferlið New European Driving Cycle (NEDC) sem áður gilti.

SPURT & SVARAÐ

• Hvað er samþykktarferli?
Það felst í stöðluðum breytum, þar á meðal prófunarlotu, sem eru notaðar til að samþykkja ökutæki. Að hafa eitt samþykktarferli gerir það mögulegt til að bera saman eldsneytisnotkun og CO2 losun ólíkra ökutækja. NEDC (New European Driving Cycle) hefur verið í gildi síðan 1992. Það verður leyst af hólmi af WLTP fyrir allar tegundir ökutækja frá september 2018.

• Af hverju er samþykktarferlinu breytt?
NEDC-ferlið var ekki talið endurspegla hvernig viðskiptavinir okkar nota ökutæki sín í raun. Gögn um eldsneytisnotkun sem við birtum í framtíðinni, mæld með WLTP, verða nær raunverulegri eldsneytisnotkun viðskiptavina okkar.

• Nýja ferlið tekur til greina þunga búnaðarins, sem var ekki gert áður. Hvernig er það gert?
Þyngd búnaðarins er í raun tekin til greina við mælingar á CO2 losun með WLTP. Þetta er lögbundin krafa. Okkar kerfi og vefsvæði vörumerkisins okkar munu hafa verkfæri til að ákvarða CO2 losun miðað við val viðskiptavina okkar á uppsetningu og búnaði ökutækja.

Hver er munurinn á eldsneytisnotkun samkvæmt hinni fyrri NEDC-prófunaraðferð og WLTP?
Mæld notkun samkvæmt WLTP er um 25–30% meiri en samkvæmt mælingum með NEDC. Áhrif aksturslotunnar hafa bein tengsl við stærð vélarinnar. Munurinn er minni hjá stærri bílum en minni bílum.

• Mun eldsneytisnotkun mín aukast með WLTP?
Þessi nýju WLTP gildi hafa engin áhrif á eldsneytisnotkun bifreiðarinnar þinnar. WLTP leiðir aðeins til hærra CO2 g/km gildis hjá sama ökutæki en samkvæmt NEDC því það er ítarlegra og lengra próf, sem þýðir einfaldlega að WLTP endurspeglar betur raunveruleikann. Með öðrum orðum þýðir hærra CO2 gildi ekki að eldsneytisnotkun aukist, heldur er CO2 gildið nær raunveruleikanum vegna breytingarinnar á því hvernig bifreiðar eru prófaðar.

• Hvenær ætlið þið að birta öll nýju CO2 gildin?
Reglugerðirnar gera þá kröfu að CO2 gildin samkvæmt WLTP-mælingum séu birt frá 1. janúar 2019.