Nýr Citroën C5 Aircross SUV tengitvinn í Hybrid línu Citroën

Légende ci-dessous
Nýr Citroën C5 Aircross SUV tengitvinn í Hybrid línu Citroën

FYRSTI TENGITVINN HYBRID CITROËN

Citroën kynnti á dögunum C5 Aircross SUV í tengitvinn Hybrid hugmyndaútgáfu en gert er ráð fyrir tengitvinn útgáfa komi á markað á vormánuðum ársins 2020. C5 Aircross er fyrsti tengitvinn bíllinn í Hybrid línu Citroën.  Citroën ætlar að setja á markað einn slíkan bíl á ári til að ná markmiði Citroën um að öll línan þeirra verði rafvædd fyrir 2025. Citroën mun bjóða upp á rafmagnslausn í hverju flokki, sem verður fullkomlega sniðin að þörfum viðskiptavina Citroën. Nýr Citroën C5 Aircross SUV tengitvinn styrkir enn frekar línu Citroën og bætir við annarri vídd við rómuð þægindin. Nýr Citroën C5 Aircross SUV tengitvinn í Hybrid línu Citroën er fullkomið ökutæki fyrir þá sem vilja sameina ávinninginn af rafmagni fyrir stuttri ferðir innanbæjar og vélaraflið í lengri ferðir.

Háþróaður Citroën C5 Aircross SUV tengivinn bætir í upplifun með hugvitsamri þægindahönnun Citroën Advanced Comfort®.

 CITROËN ÞÆGINDI Í SÍNU BESTA FORMI

597x550-New-Citroen-C5-Aircross-SUV-Hybrid-Concept-Design.298185

Með nýjum Citroën C5 Aircross SUV tengitvinn Hybrid, getur þú ekið á rafmagninu – einangrað þig frá umheiminum og upplifað undurþýðan og hljóðlátan akstur.

Þú getur keyrt allt að 50 km á hleðslunni án þess að gefa út nokkuð CO2. Rafmagnið er hentugt fyrir flestann daglegan akstur. Með nýjum Citroën C5 Aircross SUV getur þú notið þess besta úr báðum heimum: hið fullkomna rafmagn fyrir daglegan akstur og svo tekur brunavélin (ICE) yfir í lengri vegalengdir.

Citroën C5 Aircross SUV tengitvinn Hybrid  er búinn 180 hestafla bensínvél ásamt 80 kw rafmagnsmótor og 8 þrepa EAT8 sjálfskiptingu. Þú getur þú keyrt allt að 50 km án þess að menga nokkuð. Þessi drægni hentar fyrir flestar daglegar þarfir. Þú nýtur hins besta af báðum heimum, rafmagn fyrir innanbæjarferðir og öfluga 180 hestafla sparneytna bensínvél fyrir lengri ferðir.

 

AUÐVELDUR Í NOTKUN

597x500-New-Citroen-C5-Aircross-SUV-Hybrid-Concept-Interior.298186

Bíllinn stýrir rafmótornum og vélinni (ICE) sjálfkrafa, en þú getur valið akstursstillingu: ZEV, Hybrid eða Sport stillingu með hnappi í miðjurými.

Í nýjum Citroën C5 Aircross SUV tengitvinn Hybrid er HMI-tækni og stafrænn tækjabúnaður sem er auðveldur í notkun (rafmagnsmælir, rafmagns- og eldsneytismælir, drægni á rafmagni og drægni með bensínvél. Mælaborðið býður einnig uppá orkuflæðisupplýsingar á meðan hleðsluferli stendur og eftir hleðslu, hleðslu rafhlöðu, osfrv.).  8” snertiskjárinn býður upp allar upplýsingar, orkuflæði, eyðsla, tölfræði, osfrv. Í Citroën Connect Nav 3D leiðsögukerfinu getur þú séð hleðslustöðvar. MyCitroën app gerir þér kleift að skipuleggja hleðslu og skoða hleðslustig rafhlöðunnar.

Hleðslutími: frá hefðbundinni heimilisinnstungu (10A) yfir nótt eða með 32A tengli tvær klukkustundir.

 STÆRRI BÍLAR MEÐ LÁGA LOSUN

597x500-New-Citroen-C5-Aircross-SUV-Hybrid-Concept-Rear-Design.298187

Markmið Citroën er að vera lykilþáttakandi orkuskiptunum með því að auka fjölda bíla með lága losun. Í dag er vörumerkið nú þegar bjóða upp á úrval af rafknúnum ökutækjum sem ná til  mismunandi hópa viðskiptavina: E-Berlingo, C-Zero og E-Mehari.

Með nýjum Citroën C5 Aircross SUV Hybrid Concept er Citroën að hefja umskipti yfir í fjölbreyttari flota og markvisst að skipta yfir í raf- og tengiltvinn bíla. Þetta er fyrsta skrefið í að ná markmiðum okkar að rafvæða 80% flotans frá og með árinu 2023 alla leið í 100% rafmagnvætt framboð árið 2025.