Varahlutir

Varahlutir

Citroën varahlutir

Citroën varahlutir hjá Brimborg eru upprunalegir frá framleiðanda og á mjög hagstæðu verði. Þeir eru framleiddir skv. ströngustu gæðakröfum með 2 ára ábyrgð. Upprunalegir Citroën varahlutir tryggja að bíllinn þinn haldi sínum góðu eiginleikum. Réttur varahlutur er lykilatriði þegar kemur að viðgerð, sparar sporin, tryggir hámarksgæði og að viðgerðin gangi hraðar fyrir sig.

Citroën bílar eru framleiddir af PSA group, einum stærsta bílaframleiðanda Evrópu, sem einnig framleiðir Peugeot bíla og nýta því oft svipaða eða sömu tækni og Citroën bílar. Varahlutir í Peugeot eru því stundum þeir sömu og í Citroën.

Leitaðu ráða um varahluti hjá sérfræðingum Brimborgar í síma eða sendu okkur fyrirspurn.