June 15, 2016

Þriggja sílindra Turbo PureTech er Vél ársins

1.2 lítra þriggja sílindra Turbo PureTech bensínvélin frá Citroën er vél ársins

1.2 lítra þriggja sílindra Turbo PureTech bensínvélin, sem er hönnuð af PSA Group fyrir Citroën, var nýlega kosin Vél ársins í flokknum 1.0-1.4 lítra af hinum virtu samtökum International Engine of the Year. Þetta er í annað sinn sem vélin hlýtur verðlaunin.

Vegna aukinnar vinsælda þriggja sílindra bensínvéla hefur PSA Group ákveðið að auka við framleiðslumagn sitt til þess að anna eftirspurninni. Um 370.000 Turbo PureTech vélar hafa verið framleiddar nú þegar síðan árið 2014. Stefnt er að ná að framleiða 670.000 einingar fyrir árið 2018.

Þriggja sílindra Turbo PureTech vélin lækkar eldsneytiseyðslu og útblástur koltvísýrings um 18% til samanburðar fjögurra sílindra forvera sinn. Vélin á nú þegar tvö met. Fyrsta metið var árið 2014 á beinskiptum bíl og það seinna í Kína á þessu ári þegar sjálfskiptur bíll keyrði 1.878 kílómetra á einum tanki, fór að meðaltali hverja 100 kílómetra á 2.93 lítrum. Vélin er þar að auki sérlega skemmtileg í akstri, jafnvel á lágum hraða. Vélin kom fyrst á markað í mars árið 2014 í Citroën C4 Picasso en er nú komin í flestar tegundir frá Citroën.

Kynntu þér úrval nýrra Citroën bílar

c4-cactus-icone