December 5, 2014

80 ár liðin frá því að Citroën kynnti hinn byltingarkennda Traction Avant

Citroën kynnti Traction Avant fyrir heilum 80 árum síðan

Það var 18. apríl 1934 sem Citroën kynnti til sögunnar 7A, bíl sem átti eftir að marka spor í bifreiðasögu heimsins með fjölda nýjunga eins og til dæmis framdrif, sem útlegst sem Traction Avant á frönsku. Svo byltingarkennt var framdrifið að bíllinn hefur þar eftir verið þekktur undir sama nafni.

Á bakvið þennan goðsagnakennda bíl voru André Citroën, verkfræðingurinn André Lefebvre og Flaminio Bertoni. Þeir settu sér þau markmið að hanna bíl sem væri hagkvæmur, þægilegur og búinn byltingarkenndum nýjungum.

Citroën Traction Avant var hannaður, prófaður og fullkomnaður á aðeins 18 mánuðum. Bíllinn ber þess merki hversu magnað hönnunarteymi bílsins var. Nú 80 árum síðar er enn verið að tala um framdrif bílsins. Í tilefni 80 ára afmælis Traction Avant tekur Citroën þátt í röð atburða sem fagna þessum byltingarkennda bíl.