June 13, 2018

Vél árins fjórða árið í röð!

FRAMÚRSKARANDI & UMHVERFISVÆN

PSA Group, sem framleiðir Citroën bifreiðar, hlaut nýverið hin eftirsóttu VÉL ÁRSINS verðlaun fjórða árið í röð.

PSA Group, sem framleiðir Citroën bifreiðar, hlaut nýverið hin eftirsóttu verðlaun VÉL ÁRSINS (Engine of the Year) fyrir Turbo PureTech 3-strokka bensínvélina (110 hestafla & 130 hestöfl) í flokki véla með slagrými 1 lítra til 1,4 lítra !

FRAMÚRSKARANDI & UMHVERFISVÆN

Þetta er er fjórða árið í röð sem PSA Group hlýtur titilinn. 1,2 lítra PureTech vélin er þekkt fyrir framúrskarandi sparneytni og akstursupplifunar, jafnvel á lægsta snúningshraða. Stöðug tækniþróun er í fyrirrúmi hjá PSA Group sem miðar ávallt að því að auka afköst og lækka eldsneytisnotkun.

PSA Group hefur einkaleyfi á PureTech þriggja strokka bensínvélunum. Ný kynslóð PureTech vélarinnar býður upp á betri afköst, eldsneytiseyðslu og skilvirkni. Sérstakir ávinningar vélarinnar eru:
– 4% betri nýting á eldsneytisnotkun að meðaltali miðað við fyrri kynslóð véla
– Bætt viðbragð
– 75% lækkun á losun sótagna í umhverfið

Fyrsti bíllinn með þessari vél kom á markað 2015 en í dag eru flestir bílar PSA Group framleiddir með þessari nýju kynslóð véla.

KOMDU & PRÓFAÐU VÉL ÁRSINS 2018!

Við hvetjum þig til að koma og prófa Vél ársins, velkomin í sýningarsal Citroën á Íslandi er í Brimborg, Bíldshöfða 8.