June 23, 2017

Vél ársins þriðja árið í röð

PSA Group, sem framleiðir Citroën bifreiðar, hlaut nýverið hin eftirsóttu VÉL ÁRSINS verðlaun.

PSA Group, sem framleiðir Citroën bifreiðar, hlaut nýverið hin eftirsóttu VÉL ÁRSINS (Engine of the Year) verðlaun fyrir 1,2 lítra 3 strokka Turbo PureTech bensínvél sína. Þetta er þriðja árið í röð sem PureTech bensínvél PSA Group er valin vél ársins í flokki 1-1,4 lítra véla. Þetta er í 18 sinn sem verðlaunin eru veitt og er það alþjóðleg dómnefnd blaðamanna sem velur ár hvert vél ársins.

Framúrskarandi og umhverfisvæn

1,2 lítra vélin er þekkt fyrir framúrskarandi akstursupplifun, jafnvel á lægsta snúningshraða. Stöðug tækniþróun er í fyrirrúmi hjá PSA Group og miðar ávallt að því að auka afköst og lækka eldsneytisnotkun.

Staðfesting á framúrskarandi gæðum

“Að fá þessi verðlaun staðfestir framúrskarandi gæði og frammistöðu bensínvéla okkar. Við munum halda áfram að þróa vélarnar okkar og gera þær skilvirkari og umhverfisvænni í takt við breyttar áskoranir um orkunotkun”, segir Christian Chapelle framkvæmdarstjóri vélasviðs PSA Group.

Komdu og prófaðu Vél ársins

Við hvetjum þig til að koma og prófa Vél ársins í Citroën C3, Citroën C4 og Citroën C4 Cactus. Sýningarsalur Citroën á Íslandi er í Brimborg, Bíldshöfða 8.