January 29, 2019

VIÐ FÖGNUM HEILLI ÖLD AF FRAMSÆKNI CITROËN

AFMÆLISÚTGÁFUR CITROËN “ORIGINS”

Í upphafi hátíðarársins kynnir Citroën afmælisútgáfur: C1, C3, C3 Aircross Compact SUV, C4 Cactus, C-Elysée og C4 / Grand C4 SpaceTourer. Þessar afmælisútgáfur koma á markað á fyrri helmingi ársins 2019 og verður tileinkað 100 ára sköpun og framsækni.

í 100 ár hefur Citroën stuðlað að nýsköpun og gæðum í framleiðslu. Til að fagna 100 árunum birtir Citroën alla sögu sína í janúar 2019. Farið er yfir söguna á frábærri heimasíðu Citroën Orgins.

Citroën kynnir einnig afmælisútgáfur af: C3, C3 Aircross SUV, C4 Cactus  C4 SpaceTourer/Grand C4 SpaceTourer. Þessar sérstöku afmælisútgáfur koma á markað fyrri hluta 2019, til að fagna heilli öld af framsækni og hugrekki í hönnun Citroën.

 

Origins – afmælisútgáfur

Þú kemur strax auga á Citroën í fjöldanum með einstakri nálgun í hönnun:
-Hver bíll í afmælisútgáfu er fáanlegur í mismunandi stílhreinum litum: Hvítur, Ljós Grár, Dökk grár og Svartur.
– Tveggja lita útgáfur er fáanlegar með svörtu þaki (á C3, C3 Aircross SUV og C4 SpaceTourer).
– Afmælisútgáfan er með “Origins”áhrifum, brons litur er hluti af nýjung sem vísar í upphaflegu gírstöngina og tengir við okkar einstöku sögu. Búnaðurinn er í tengslum við fortíðina:
. Afmælisrendur á hliðarspeglum og mynstur fyrir aftan afturrúðu (að undanskildum C4 / Grand C4 SpaceTourer)
. Merki á afturenda  (á öllum gerðum)
. Sérstakt mynstur á þaki (á C3)
. Sérstakur Bronze litapakki með þokuljósum og Airbump® (á C3, C4 Cactus), umgjörð á framljós (á C3 Aircross)
. Límmiði með áletrun “Origins since 1919” á framhlið allra útgáfa
– Allar afmælisútgáfur: skyggðir fram og afturgluggar og svartar álfelgur (að undanskildum C4 / Grand C4 SpaceTourer)
Innra rými afmælisútgáfa er hönnuð með sérstökum Origins hönnunarstíl:
– Afmælisútgáfa: nýr litur á áklæði “Chiné Grey”  með gulllituðum saum og “Origins” merki (á C3, C3 Aircross SUV og C4 Cactus Hatchback), mælaborðlisti í Mistral TE með gulllituðum saum á C3) og sérstökum hlífðamottum að framan og aftan.

Innra rými hönnuð með Origins hönnunarkerfi:

– Origins afmælisútgáfurnar saman standa af: nýjum lit á áklæði “Chiné Grey ” með gullituðum saum og “Origins” merki (á C3, C3 Aircross Compact SUV og New C4 Cactus Hatchback), gulllituðum saum í mælaborði  (á C3) og sérstökum hlífðarmottum að framan og aftan.

SÉRPANTANIR

Hægt verður að sérpanta afmælisútgáfurnar  á öðrum ársfjórðungi 2019.

Nútímaleg þægindi og öryggisbúnaður sem innblásinn er af þínum þörfum:

– C3 afmælisútgáfa: Byggð á Shine útgáfu, fjölhæfur borgarbíll, með aukabúnaði: bakkmyndavél, Citroën Connect Box með SOS aðstoð, Citroën Connect Nav leiðsögukerfi á 7 “snertiskjá, rafmagn í afturrúðum, neyðaröryggisbremsa, ökumannsvaki, árekstraröryggi, sjálfvirkum ljósum og afturspegill er með sjálfvirkri dimmingu.

– Nýr C4 Cactus afmælisútgáfa: Byggð á Feel útgáfunni er einstaklega þægilegur: Auk Feel búnaðar er afmælisútgáfan búinn: Citroën Connect Box með SOS aðstoð, Citroën Connect Nav leiðsögukerfi á 7″ snertiskjá, Mirror screen speglun fyrir snjallsíma, raffellanlegir hliðarspeglar og einstök Advanced Comfort sæti.

– C4 / Grand C4 SpaceTourer afmælisútgáfa: Byggð á Feel útgáfunni sem er 5 og 7-sæta, búinn armpúðum á framsætum, Citroën Connect Box með SOS aðstoð, Citroën Connect Nav leiðsögukerfi með speglun fyrir snjallssíma, 12” HD skjár, lesljósum á bakhliðum framsætanna, farþegasæti að framan er hægt að leggja niður alveg flöt, nudd í framsætum og aftursæti á sleðum (í C4 SpaceTourer).