INNBLÁSIN AF ÞÉR Í 100 ÁR – AFMÆLISÚTGÁFUR CITROËN
100 ÁR AF FRAMSÆKNI CITROËN

Citroën kynnir afmælisútgáfur: C1, C3, C3 Aircross SUV, C4 Cactus, C-Elysée og C4/Grand C4 SpaceTourer. Þessar sérstöku afmælisútgáfur koma á markað fyrri hluta 2019, til að fagna heilli öld af framsækni og hugrekki.
100 ÁR AF ÞÆGINDUM
NÝJAR AFMÆLISÚTGÁFUR
Hver bíll er fáanlegur í “Origins” afmælisútgáfu. Litirnir eru hvítur, ljós grár, dökk grár og svartur. Auðþekkjanleg afmælis útgáfan kemur með brons skreytingu sem er litur sem vísar í upphaflegu gírstöngina og tengir við einstaka sögu Citroën.
AFMÆLISÚTGÁFUR SEM TENGJAST SÖGUNNI
Í afmælisútgáfunum er “Chiné Grey ” áklæði með gulllituðum saumi og “Origins” merki (í C3, C3 Aircross og í nýja C4 Cactus), gullsaumur er einnig í mælaborði (í C3) og sérstakar golfmottur að framan og aftan.
EINSTÖK SAGA
Allt frá árinu 1919 eða í 100 ára sköpunarsögu hefur Citroën verið óhrætt við að þróa og leiða nýjungar. Til að fagna sögunni og 100 árum sínum birtir Citroën alla sögu sína í janúar 2019, þar er farið yfir einstaka sögu á frábærri heimasíðu Citroën Orgins.
CITROËN C1 ORIGINS OG 2 CV
Citroën C1 er innblásin af viðskiptavinum og þeirra lífsstíl, hannaður til að einfalda daglegt líf. Léttur, snaggaralegur og ótrúlega hagkvæmur í rekstri – frábærlega þægilegur í borgarumferðinni.
Citroën 2 CV var frábærlega nettur og lítill bíll og var hann stundum kallaður “regnhlíf á fjórum hjólum”. Hann gat ekið með körfu af eggjum yfir akur án þess að eitt einasta egg brotnaði. Þetta voru markmiðin sem voru sett árið 1936, endanlega útgáfan var sýnd árið 1948 á París Motor Show. Upplifðu 2 CV á Citroën Origins
CITROËN C3 ORIGINS OG TRACTION AVANT
Citroën C3 er fjölhæfur og litríkur með einstakt útlit, ótrúleg þægindi og tækni sem auðveldar alla daglega notkun. C3 stendur út úr fjöldanum með einstökum möguleikum á samsetningum – alls 36 mismunandi samsetningar.
Citroën Traction. Á fjórða áratug síðustu aldar bauð Citroën mismunandi lit á felgum Traction Avant, og á þeim tíma var hann stundum kallaður “pilot”. Hægt var að velja um rauðan, gulan eða grænan lit. Upplifðu Traction Avant á Citroën Origins
CITROËN C4 CACTUS OG GS – 100 ÁR AF ÞÆGINDUM
Citroën C4 Cactus er fyrsti bíllinn frá Citroën með Citroën Advanced Comfort® þægindin. Cactus var einnig fyrsti bílinn í Evrópu með hinni einstöku “Progressive Hydraulic Cushions®” fjöðrun. Fjöðrunin ásamt “Advanced Comfort” sætunum sameina einstaka og undurþýða aksturupplifun.
Citroën GS var fyrsti bíllinn í heiminum með hinni einstöku vökvafjöðrun. Hann var einstakur í útliti og með nútímalegan og djarfan stíl. Þessi einstaka tækni og síll GS kom honum á verðlaunapall árið 1971 sem Bíll ársins. Upplifðu GS á Citroën Origins
CITROËN C3 AIRCROSS SUV OG HALF-TRACK – ÆVINTÝRI Í 100 ÁR
Citroën SUV C3 Aircross Origins kemur inn með ferska strauma! Útlit hans er kröftugt og hvert smáatriði, með einkennandi LED framljósunum, gefa honum enn meiri honum persónuleika. Þú ferð hvert á land sem er með Citroën C3 Aircross! Með hárri veghæð, Grip Control spólvörninni og Brekkuaðstoðinni kemstu hvert á land sem er.
Autochenille. Ævintýralegur andi C3 Aircross sést í DNA Citroën. Árið 1922 var Citroën B2 Half Track Model K1, sem var kallaður “Golden Scarab”, einn af fyrstu 5 vélknúnum ökutækjum í sögunni sem fór yfir Sahara eyðimörkina alla eða um 3500 km.
Upplifðu Autochenille á Citroën Origins
CITROËN C-ELYSÉE ORIGINS OGTRACTION AVANT – 100 ÁR AF FÓLKSBÍLUM
Citroën C-Elysée Origins er þekktur fyrir þægindi og einstök rúmgæði. Frábærlega vel hannaður og nútímalegur og á hann marga aðdáendur, frábært val fyrir þá sem eru að leita að þægilegum, hagkvæmum kosti.
The Traction Avant. Ef við förum aftur í tímann, sjáum við að að Citroën framleiddi “three box” bíla eða “saloons” áður en C-Elysée kom á markað. Traction Avant, skottstærðin tvöfaldaði geymslupláss þess tíma og þar áður kom Rosalie, sem féll vel í jarðveg ökumanna varðandi þægindi og vellíðan. Upplifðu Traction Avant á Citroën Origins
CITROËN C4/GRAND C4 SPACETOURER ORIGINS og C4F – 100 ÁR AF FJÖLSKYLDUFERÐUM
Citroën C4 SpaceTourer/Grand C4 Spacetourer Origins. C4 SpaceTourer og Grand C4 SpaceTourer eru tákn þæginda og frábærrar aksturupplifunar fyrir alla farþega. Vel hannaður bíll sem tekur 5 til 7 manns og fer ótrúlega vel um alla farþega. Nútímlegur stíll og nýjasta kynslóð véla og tækni.
The C4F
Í lok ársins 1920s sýndi Citroën, C4 F, framúrskarandi nýjung í hagkvæmni. Fjölskyldubíll “par excellence”. C4F bauð upp á 5 sæti og færanlegan bekk að aftan auk tvískiptrar skottopnunar. Upplifðu C4F á Citroën Origins
CITROËN ORIGINS
SAFN UM SÖGU VÖRUMERKISINS
Langar þig í tímaflakk? Á heimasíðunni Citroën Origins, getur þú skoðað sögu Citroën og fengið 360° sýn á tegundirnar sem spanna þessa öld. Fleiri en 50 tegundir sem gerðu Citroën vörumerkið að því sem það er í dag. Frá fyrstu ökutækjunum eins og Citroën Model A, til þeirra sem eru á bak við styrkleika vörumerkisins í dag.