Verkstæði

Verkstæði

Citroën verkstæði

Ef þig vantar tíma á verkstæði þá finnur þú lausan tíma, bókar tíma, afbókar eða bókar fyrirspurn á verkstæði Citroën hérEf þú vilt frekar sinna erindi þínu í síma hringdu þá í 5157040 og fáðu samband við þjónustuborð.

Citroën verkstæði Brimborgar státar af fjölda faglærðra bifvélavirkja sem hafa áratuga reynslu af viðgerðum á Citroën bílum. Bifvélavirkjar Citroën verkstæði Brimborgar fá reglulega þjálfun í nýjustu bíltækni og tryggja að bíllinn þinn sé ávallt í topp standi. Góð þjálfun og reynsla í viðgerðum á Citroën skilar sér í lægri viðgerðarkostnaði því viðgerðin gengur hraðar fyrir sig. Viðgerðir á Citroën verkstæði Brimborgar eru með 2 ára lögbundinni ábyrgð.

Citroën bílar eru framleiddir af PSA group, einum stærsta bílaframleiðanda Evrópu, sem einnig framleiðir Peugeot bíla. Við vekjum athygli á því að margir Peugoet bílar státa af sömu eða svipaðri tækni og Citroën bílar.

Neyðarþjónusta verkstæðis og varahlutaverslunar kostar kr. 25.000 fyrir hvert útkall og er útkallskostnaður til viðbótar við kostnað sem hugsanlega fellur til vegna viðgerðar og varahluta. Neyðarþjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini sem lenda óvænt í því að bíllinn bilar en þurfa nauðsynlega á viðgerð að halda utan opnunartíma.

Neyðarsími Citroën fólksbíla er 8941515.