Voir le contenu
Citroën Berlingo sendibíll

NÝR BERLINGO SENDIBÍLL

Skoðaðu nýjan Berlingo sem er tvegga til þriggja sæta, ríkulega búin sendibíll, fáanlegur í tveimur lengdum, með rennihurð á báðum hliðum. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9  m³ og rúmar auðveldlega tvö vörubretti. Berlingo sendibíll er með allt að 1.350 kg dráttargetu og 7 ára ábyrgð.
Ný hönnun 
 

Nýr Berlingo er með nýjum framenda og nýrri innréttingu. Nýjar áherslur og aukin þægindi fyrir ökumann og farþega.

 

Enn meiri þægindi
 

Enn meiri þægindi í sendibíl með "Advanced Comfort" sætum sem eru sérlega mjúk og þægileg með auka hliðarstuðning. Bílstjórasætið er upphitanlegt.

 

 

 

 

Tæknipakki
Berlingo sendibíll er fáanlegur með tæknipakka sem inniheldur m.a. bakkmyndavél á skjá, 10" margmiðlunar skjá, Android Auto og Apple CarPlay, WiFi Mirroring tækni.
 
 
 
 
 
 
Góð bakkmyndavél
 
Bakkmyndavél eykur enn á öryggið og þægindin.

   VERÐ OG BÚNAÐUR

Skoðaðu ríkulegan staðalbúnað

Berlingo sendibíll er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur 
 • Hiti í framrúðu undir rúðuþurrkum
 • Upphitanlegt bílstjórasæti
 • Rennihurðar á báðum hliðum með lokunarvörn
 • Snjallhemlun (Advanced Emergency Braking System)
 • Öryggispúðar fyrir ökumann og farþega að framan, í hliðum sæta og loftpúðagardínur
 • Veglínuskynjun með hjálparstýringu (Lane Keep Assist)
 • Nálægðarskynjarar að aftan 
 • Sérlæsing á hleðslurými í fjarstýringu
 • Tvískipt afturhurð með 180° opnun
 •  Heilt þil milli hleðslu- og farþegarýmis

Mál M

 

Ytri mál

 • Lengd: 4401 mm
 • Breidd: 2107 mm
 • Hæð: 1796 - 1825 mm

 

Hleðslurými

 • Lengd: 1817 - 3090 mm
 • Breidd: 1527 mm
 • Hæð: 1200 mm (min) - 1270 mm (max)
 • Rúmmál: 3,3 - 3,9 m3
 • Burðargeta bsk/ssk (kg):  572/546 kg

Mál L

 

Ytri mál

 • Lengd: 4751 mm
 • Breidd: 2107 mm
 • Hæð: 1812 - 1860 mm

 

Hleðslurými

 • Lengd: 2167 - 3440 mm
 • Breidd: 1229 mm
 • Hæð: 1200 mm (min) - 1270 mm (max)
 • Rúmmál: 3,9 m3
 • Burðargeta bsk/ssk (kg) 862/851 kg

Skoðaðu úrvalið í Vefsýningarsalnum

Smelltu og skoðaðu úrval Citroën ë-Berlingo sendibíla í Vefsýningarsalnum.

 

ÖRUGG GÆÐI CITROEN 

Veldu örugg gæði Citroën. Brimborg býður nú alla nýja Citroën sendibíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 7 ára ábyrgð eða að 140.000 km. hvort sem á undan kemur km fjöldi eða tími. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að þjónusta bifreiðina samkvæmt ferli framleiðanda.