Voir le contenu
Vara- og aukahlutir

VARA- OG AUKAHLUTIR

Vara- og aukahlutir fást hjá Brimborg í allar þær bíltegundir sem Brimborg er umboðsaðili fyrir. Einnig liggur fyrir gott úrval aukahluta frá Citroën. Vara- og aukahlutir á lager í úrvali tryggir hátt þjónustustig hjá Citroën. Fyrirtækið notar öflugt upplýsingatæknikerfi til að tryggja að réttu varahlutirnir séu pantaðir á lager í samræmi við eftirspurn.

PANTANIR VARA- OG AUKAHLUTA

Pantanir vara og aukahluta í Citroën og fyrirspurnir um vara- og aukahluti er hægt að senda í gegnum vefinn með því að smella hér fyrir neðan. Einnig er hægt að sérpanta vara- og aukahluti sem ekki eru til á lager.

 

ÁBYRGÐ VARA- OG AUKAHLUTA

Ábyrgð vara- og aukahluta er kappsmál hjá Brimborg sem leggur mikla áherslu á að bjóða aðeins varahluti til sölu sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Komi í ljós galli í varahlut sem Brimborg hefur selt eða sem Brimborg hefur notað við viðgerð á einhverjum verkstæða sinna verður hann að sjálfsögðu bættur að fullu.

 

Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi. Öll verkstæði Brimborgar eru aðilar BGS, Bílgreinasambandsins.