Voir le contenu
Úrval Citroën sendibíla

CITROËN SENDIBÍLAR

Örugg gæði Citroën sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Mikil áhersla er lögð á sparneytni og fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi

CITROËN SENDIBÍLAR OG ÞJÓNUSTA TIL FYRIRTÆKJA

Örugg gæði Citroën sendibíla eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir. Þú getur stólað á fyrsta flokks öryggi og fyrirmyndarþjónustu Citroën sendibíla. 


500.000 kr. styrkur frá Orkusjóði upp í rafsendibíl

Athugið að fyrirtækjum sem kaupa rafmagnssendibíl stendur nú til boða 500.000 kr. styrkur frá Orkusjóði. Sé bíllinn á rauðum númeraplötum geta þau innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu og fengið styrkinn að auki, ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins. Styrkurinn nýtist einnig í langtímaleigu á Citroën sendibílum á rauðum númerum og geta fyrirtæki á sama hátt innskattað rekstrarkostnað.

BERLINGO & Ë-BERLINGO VAN

Citroën Berlingo er rúmgóður og notendavænn sendibíll sem færir ökumanni einstök þægindi og áreiðanleika í dagsins önn. Citroën Berlingo er hábyggður og há sætisstaðan skapar einstaklega þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við notendavænt, rúmgott innra rými með breiðum og mjúkum sætum. Fjöðrun Berlingo er einstök og hann svífur yfir ójöfnur íslenskra vega. Komdu og mátaðu Citroën Berlingo!

 

 

JUMPY & Ë-JUMPY

Citroën Jumpy er notendavænn sendibíll sem kemur í tveimur lengdum L2 og L3 og aðlagar sig að þörfum þínum, þú velur lengd sem hentar. Citroën Jumpy tekur allt að 1.200 kg þungan farm og er rúmmál hleðslurýmis allt að 6,1 m³. Með Moduwork innréttingunni, fellanlegu sæti og lúgu á þili er einfalt að flytja lengri hluti allt að 4,026 metrar. Til viðbótar getur hann dregið allt að 2,5 tonn. Citroën Jumpy er 1,895 metra hár og kemst auðveldlega í bílakjallara. Frábær vinnufélagi í dagsins önn.

 

 

Þjónusta og lausnir fyrir fyrirtæki

Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum til eigu eða leigu. Sérfræðingar Fyrirtækjalausna Brimborgar í Reykjavík og á Akureyri þjónusta fyrirtæki um allt land. 

 

Við bjóðum upp á ráðgjöf og alhliðahleðslulausnir fyrir rafbíla og uppsetningu bæði AC vegghleðslustöðvar og DC hraðhleðslustöðvar.

 

Fyrirtæki í viðskiptum fá sérkjör í hraðhleðsluneti Brimborgar Bílorku.

 
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að til að hafa samband og fá nánari upplýsingar.