February 10, 2021

Citroën C4 valinn BESTU KAUPIN í flokki coupé SUV bíla

Citroën C4 valinn BESTU KAUPIN í flokki coupé SUV bíla

Dómnefnd WHATCAR bílatímaritsins valdi Citroën C4 sem BESTU KAUPIN í flokki coupé SUV bíla (BEST COUPÉ SUV for value). Dómnefndin hafði þetta að segja um C4: Hópur coupé SUV bíla stækkar nú ört og flestir koma úr flokki dýrari bíla en Citroën C4 blandar saman fallegu útliti, hárri sætisstöðu og góðu verði með frábærum árangri. Dómnefndin hrósaði heimsþekktri fjöðrun Citroën og akstursþægindum C4.

Citroën C4 – Fáanlegur í bensín, dísil og 100% rafbíla útfærslu

Citroën kynnir rúmgóðan, sparneytinn Citroën C4 sem hefur verið tilnefndur sem bíll ársins í Evrópu 2021 (Car of the Year 2021).  Verðlaunin verða afhent í mars 2021. Citroën C4 er framdrifinn, frábær í akstri í snjó og er því einstaklega hentugur við íslenskar aðstæður. Citroën C4 er með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við einstaklega notendavænt innra rými með breiðum og mjúkum sætum. Citroën C4 er fáanlegur í bensín, dísil og 100% rafbíla útfærslu á sérlega hagstæðu verði. Með hagstæðri fjármögnun er auðvelt að skipta yfir í glænýjan Citroën C4. Keyrðu á Citroën þægindi!

Kynntu þér Citroën C4 bensín | dísil

Kynntu þér Citroën ë-C4 100% rafbíl

Myndaniðurstaða fyrir new citroen c4