August 10, 2018

MEIRA EN 100.000 EINTÖK SELD!

Síðan Citroën C3 Aircross kom á markað hafa verið seld meira en 100.000 eintök á heimsvísu!

Á dögunum tilkynnti Linda Jackson, Forstjóri Citroën að Citroën C3 Aircross hafi verið seldur 100.000 eintökum frá upphafi.

Tæplega tíu mánuðum eftir að hann kom á götuna hefur Citroën C3 Aircross SUV náð 100.000 eininga sölu og næstum 70.000 frá byrjun ársins 2018. Þessi nýja gerð er næst
mest seldi bíll hjá Citroën, rétt á eftir C3.

Citroën C3 Aircross var frumsýndur í október á síðasta ári í Frakklandi og janúar hér á Íslandi og hefur þegar selst 100.000 eintökum. Nýr Citroën C3 Aircross SUV er með kröftugt útlit og hvert smáatriði, með einkennandi LED framljósunum, gefur  honum enn meiri honum persónuleika. Afturljósin koma beint úr Aircross hugmyndabílnum og eru með lituðum ramma fyrir miðju sem gefa honum grafískt útlit. Þú situr hátt og hefur góða sýn fram á veginn í Citroën C3 Aircross SUV.

Citroën C3 Aircross SUV fékk tilnefningu sem Bíll ársins 2018 í evrópu, sem er sannkallaður heiður fyrir Citroën.

Nýr C3 Aircross SUV vann evrópsku AUTOEST 2018 verðlaunin og einnig var hann tilnefndur sem “small SUV” ársins hjá AUTO EXPRESS Car Awards 2018 í Bretlandi.

Kynntu þér allt um Citoën C3 Aircross SUV